Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/42814
Í þessari ritgerð eru starfsheiti í íslensku skoðuð í tengslum við tungumál og jafnrétti kynjanna og kynntar eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var um starfsheiti í íslensku. Spurningakönnun var hönnuð til að rannsaka notkun og skoðun íslenskra móðurmálshafa á starfsheitum og var notkun -maður og -kona sem seinni hluti samsettra orða sérstaklega skoðuð. Í könnuninni voru þátttakendur fyrst beðnir að fylla í eyðu það starfsheiti sem vantaði og svo voru valkostir þar sem þátttakendur þurftu að velja starfsheiti sem þeim fannst mest viðeigandi. Sömu setningar voru gefnar í bæði skipti. Markmiðið var að kanna hvaða orð þátttakendur nota annars vegar í sem ómeðvituðustu samhengi og hins vegar meðvitaðra samhengi þegar þeir vísa til starfsheita ólíkra kynja. Í síðasta hluta voru spurningar um rannsóknarefnið og þátttakendur þurftu að rökstyðja svörin sín til að kanna viðhorf þeirra til orðanna og hvort þeim fyndist málnotkun tengjast kynjajafnrétti.
Í fyrsta kafla er ritgerðarefnið kynnt rækilega. Í öðrum kafla er skoðað hvernig samfélagsþróun hefur haft áhrif á tungumál. Þar er fjallað um þróun kynja í starfsheitum í ensku, kínversku og spænsku. Þá er skoðað hvort kyn starfsheita hafi breyst í takt við ný kynjahlutverk, t.d. hvort breytingar á starfsheitum ná yfir konur og kynsegin fólk. Í þriðja kafla er fyrst fjallað um ólíka flokka kyns, en því næst er jafnrétti kynjanna skoðað í íslensku og notkun seinni liðarins -maður skoðuð í málinu. Í fjórða kafla er rannsóknin kynnt, þar er fjallað um starfsheitin sem eru rannsökuð og uppbyggingu spurningarkönnunarinnar sem var lögð fyrir þátttakendur. Í fimmta kafla eru rannsóknarniðurstöður birtar og greindar. Í lokaorðum er efni ritgerðar og rannsóknar dregið saman í stuttu máli.
In this dissertation, professions in Icelandic are studied in relation with language and gender equality. The results of a research study that was conducted are presented. A questionnaire survey was designed to examine the language use and opinion of Icelandic native speakers on job titles, specifically the use of -maður and -kona as a second part of compound words. In one section of the survey, participants were asked to fill in the blanks the profession that was missing. In the next section, participants were asked to choose the most appropriate profession from multiple choices. The same sentences were given in both parts. The aim was to explore which professions the participants use less consciously and more consciously when referring to job titles of people of different genders. In the last section of the survey, there were questions about the research topic where participants had to justify their answers. This was done in order to study their attitudes towards the words that refer to professions and whether they thought language use was related to gender equality. In the introduction, the research topic and the structure of the dissertation are introduced thoroughly. In the second chapter, it is discussed how the development of the society has affected languages. The development of gender in nouns that designate professions is briefly presented for English, Chinese and Spanish. We see whether the gender of job titles has changed in line with new gender roles, e.g. whether those changes cover women and transgender people. In the third chapter, different groups of gender are first presented; then, gender equality in Icelandic is analysed as well as the use of -maður in the language. In the fourth chapter, the research study is presented; the different professions that are the subject of the study are presented and the structure of the questionnaire survey is explained. In the fifth chapter, results of the research study are presented and analysed. In the final conclusions, the research topic and results are summarised briefly.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
ABFO Lokaritgerð í íslensku sem öðru máli.pdf | 907,67 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
Yfirlýsing_ABFO.pdf | 306,67 kB | Locked | Declaration of Access |