Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42816
Mikil aukning hefur orðið á fjölda innflytjenda á Íslandi undanfarin ár. Þar á meðal eru margar fjölskyldur sem hafa flutt hingað frá útlöndum. Í kjölfarið hafa mörg börn á skóla- og leikskólaaldri af erlendum uppruna komið inn í íslenskt samfélag og íslenska skóla.
Í fyrsta kafla útskýri ég í stuttu máli ástæðurnar fyrir því að ég skrifaði þetta lokaverkefni.
Í öðrum kafla tek ég fyrir umræðuefnið tvítyngi almennt, skilgreiningar þess og hvernig börn tileinka sér tungumál.
Í þriðja kafla fjalla ég um félagslegar aðstæður barna af erlendum uppruna á Íslandi og fer yfir nokkrar réttarheimildir og rannsóknir á því efni.
Að lokum í fjórða kafla vík ég nánar að stefnu leikskóla í málefnum tvítyngdra barna, með sérstakri áherslu á kennslutæki sem kallast Orðaleikur.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Tvítyngd börn og stefna leikskóla um tvítyngi PDF.pdf | 467,34 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| yfirlýsing lokaverkefnis Giada Visalli PDF.pdf | 389,52 kB | Lokaður | Yfirlýsing |