is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42819

Titill: 
  • Atlantshafslaxinn. Veiði og verndun.
  • Titill er á ensku Atlantic Salmon: Fishing & Preservation.
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Atlantshafslaxinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu hundrað árin. Samspil mengunar, ofveiði, virkjunum fallvatna og laxeldi hefur gengið nærri stofnum og þurrkað tegundina algjörlega út í mörgum ám beggja vegna Atlantshafsins. Markmið ritgerðarinnar er að öðlast dýpri skilning á verndun vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika á Íslandi en það er margt sem ógnar vistkerfum og er það flest af manna völdum. Augum verður sérstaklega beint að Atlantshafslaxinum. Ísland hefur tekið upp ýmsa alþjóðlega sáttmála. Má þar nefna sáttmála um líffræðilegan fjölbreytileika en megininntak hans er að varðveita náttúrulegt umhverfi sem hinar villtu lífverur lifa í. Samningurinn er rammasamningur og hafa ýmis ákvæði hans verið sett í íslensk náttúruverndarlög. Einnig verður fjallað um eignarhald á landi og skoðað hvort það skipti máli hver á landið þegar kemur að verndun lífvera og náttúru. Í þessari ritgerð er fjallað um þrjá staði á Íslandi. Í fyrsta lagi er það stórt og margbrotið vistkerfi Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu, laxveiðiár á Norðausturlandi og Arnarfjörður á Vestfjörðum. Gögn verða greind með kenningum fræðimanna um fyrirbærafræði (e. phenomenology). Auk þess verður leitað fanga í kenningum sem henta viðfangsefninu en kenningaleg nálgun og þær heimildir sem hér eru lagðar til grundvallar eru þverfaglegar þó svo að ritgerðin sé unnin út frá sjónarhorni mannfræðinnar. Komist er að þeirri niðurstöðu að í laxeldi felast tækifæri en aðferðirnar eru umdeildar. Jafnframt er bent á þá staðreynd að öfl náttúrunnar eru uppspretta gilda og verðmæta til að mynda vatnsföllin og að gildismat er mismunandi hjá mönnum sem oft leiðir til árekstra á milli þess sjónarmiðs að við eigum að nýta okkur náttúruöflin sem allra mest í því skyni að framleiða orku og þeirrar skoðunar að leggja megi raunhæft mat á fagurfræðilegt gildi náttúrunnar. Um allan heim er sú þróun að fyrirtækin verða alltaf stærri og stærri og voldugri og stórfyrirtæki sækjast eftir því að kaupa land, sérstaklega ræktarland, námuréttindi, vatnsréttindi og veiðiréttindi um allan heim og er Ísland engin undantekning í þessum efnum. Eignarhald á landi varðar þannig samfélagslega hagsmuni sérhvers ríkis og íbúa þess.
    Lykilorð: Atlantshafslaxinn, vatn, eignarréttur, jarðakaup, laxeldi, fyrirbærafræði, tengsl manns og náttúru, líffræðilegur fjölbreytileiki

  • Útdráttur er á ensku

    Atlantic salmon has had a hard time in the last one hundred years. The combination of industrialisation, watercourse pollution, overfishing, dam construction and salmon farming, has decimated the population and completely wiped out the species in many rivers on both sides of the Atlantic. The main goal of this thesis is to gain a deeper understanding of the framework that is in place for the protection of ecosystems and biological diversity in Iceland, especially concerning threats stemming from human activity. This thesis will examine through the scope of international treaties that Iceland has signed - many of them have been translated into environmental protection laws - the importance of preserving the natural habitat in which wild organisms live with emphasis on the Atlantic salmon species. Furthermore, the issue of landownership and its effect on implementing environmental protection laws will be discussed. Data on wild Atlantic salmon has been obtained by considering three important areas for the species at the Mývatn and Laxá in Suður Þingeyjarsýsla, Arnarfjörður in the Westfjords as well as areas in the Northeast of Iceland. Analysis of this data was done from the scope of anthropology using theories of phenomenology, as well as other academic theories concerning the relationship between man and nature, to qualitatively assess the health of an ecosystem. Issues of salmon farming, dam construction for electricity production, the selling of large areas of land and the knock-on effects on wild salmon populations are discussed in detail by analysing the motives and arguments of the main stakeholders to obtain a better understanding of the dangers for the state and the public that stem from the activity of selling farmland, mining rights, access to water and fishing rights to large corporations.
    Keywords: Atlantic salmon, water, property rights, land purchase, salmon farming, phenomenology, human-nature relationship, biological diversity

Samþykkt: 
  • 13.9.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42819


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA: Ritgerð 2022.pdf5,27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman-Signed.pdf574,7 kBLokaðurYfirlýsingPDF