Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42822
Góð stjórnun er forsenda þess að stofnanir geti gegnt hlutverki sínu og náð tilsettum markmiðum. Markmið þessarar fræðilegu samantektar er að kanna hvaða stjórnunarstílar eru hentugir við stjórnun í félagsþjónustu og hvaða áhrif þeir hafa á starfsfólk. Í upphafi ritgerðarinnar eru settar fram skilgreiningar á helstu hugtökum, kenningum og líkönum sem varða stjórnun og forystu. Því næst er gerð grein fyrir þeim rannsóknum sem stuðst var við til að svara rannsóknarspurningum ritgerðarinnar. Niðurstöður ritgerðarinnar gefa til kynna að stjórnendur í félagsþjónustu leggja almennt áherslu á lýðræðislega stjórnunarstíla þar sem þeir eru í samræmi við hugmyndafræði félagslegrar þjónustu. Ályktun höfundar út frá þeim stjórnunarlíkönum og rannsóknum sem ritgerðin byggir á er sú að samsetning valdveitandi stjórnunar (e. delegating), félagslegrar stjórnunar (e. affiliative), lýðræðisstjórnunar (e. democratic), þjálfunarstjórnunar (e. coaching), leiðtogastjórnunar (e. authoritative) og þjónandi forystu (e. servant leadership) sé árangursríkust við stjórnun í félagsþjónustu. Stjórnendur þurfa þó að taka mið af aðstæðum og beita stjórnunarstílum eftir þeim. Niðurstöðurnar sýna að stjórnunarhættir hafa margvísleg áhrif á starfsfólk. Góðir stjórnunarhættir stuðla að aukinni starfsánægju, tilfinningalegri skuldbindingu, betri frammistöðu starfsmanna og auknum árangri stofnana. Aftur á móti geta slæmir stjórnunarhættir kallað fram neikvæðar afleiðingar fyrir starfsfólk og stofnanir svo sem sálfélagslega áhættu, streitu, skort á helgun í starfi og aukna starfsmannaveltu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA Danía Rún Ólafsdóttir.pdf | 557,09 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_undirrituð.pdf | 401,08 kB | Lokaður | Yfirlýsing |