is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42828

Titill: 
  • Gengið gula stíginn: Hvernig Judy Garland er táknmynd samkynhneigðra karlmanna og kamp íkon
Námsstig: 
  • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um hvernig leik- og söngkonan Judy Garland varð kamp íkon og táknmynd samkynhneigðra karlmanna. Judy var hæfileikarík sviðlistakona en lést langt fyrir aldur fram, einungis 47 ára, eftir baráttu við áfengis- og fíkniefnasjúkdóm. Frá því að Judy var einungis smástelpa hafði hún verið að koma fram á sviði, bæði með tveimur eldri systrum sínum en einnig ein síns liðs. Líf hennar átti þó eftir að breytast þegar hún skrifaði undir samning við kvikmyndarisann Metro-Goldwyn-Mayer (MGM) þegar hún var nýskriðin á táningsaldur. Tíminn hjá MGM var erfiður fyrir hana þar sem samningurinn fólst ekki einungis í því að leika í kvikmyndum heldur var líkt og MGM hafi náð að semja einnig við sál hennar þar sem líf hennar var haldið í heljargreipum af forstjóranum Louis B. Mayer og öðru starfsfólki kvikmyndaversins. Fylgst var t.a.m. þyngd hennar og var hún á ströngu matarræði en þá var einnig notast við lyf, svefnlyf og megrunartöflur, til þess að hafa meiri völd yfir líkama hennar. Óhætt er að segja að Judy hafi e.t.v. ætíð átt eftir að bera ógróið sár á sál sinni eftir tímann hjá MGM. Tragískt líf hennar, leikferill og söngur átti eftir að verða mikilvæg fyrir hóp samkynhneigða, þá sérstaklega samkynhneigða karlmenn, m.a. vegna þess að þeir tengdu við þá tilfinningu að mega hafa ekki stjórn á sínu eigin lífi og hamingju. Rödd hennar og lögin sem hún gerði fræg urðu leiðarvísir fyrir samkyhneigða karlmenn í átt að hamingju og samþykki, hjálpuðu þeim bæði að samþykkja sjálfa sig og öðlast samþykki frá samfélaginu til að geta verið þeir sjálfir. Hér í ritgerðinni verður farið yfir æskuár Judy, upphafið á tíma hennar hjá MGM og eftirmála. Þá verður einnig rýnt í hugtakið kamp (e. camp) og hvernig Judy tengist hugtakinu. Í framhaldinu verða teknar fyrir kvikmyndirnar The Wizard of Oz (Victor Fleming, 1939), The Pirate (Vincente Minnelli, 1948) og A Star is Born (George Cukor, 1954) til þess að fá betri sýn á það hvað geri Judy að kamp íkoni og táknmynd samkynhneigðra karlmanna.

Samþykkt: 
  • 14.9.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42828


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Vera Fjalarsdóttir-tilbúin.pdf486,84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing-VeraFjalarsdottir.pdf229,21 kBLokaðurYfirlýsingPDF