is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42831

Titill: 
  • Áhrif innflytjenda á hagvöxt á Íslandi 2006-2021
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessara rannsóknar er að meta áhrif innflytjenda á hagvöxt á Íslandi frá árinu 2006 til ársins 2021. Stuðst var við hagvaxtarfræði Robert Solow og notuð aðferð hans um hagvaxtarbókhald til þess. Höfundur notaði gögn frá Hagstofu Íslands um vinnuafl, það er fjölda starfandi einstaklinga í heild, fjölda starfandi einstaklinga án innflytjenda og
    fjármagnseign á þessu tímabili. Niðurstöðurnar sýna að áhrif innflytjenda á hagvöxt í gegnum vinnumarkað á Íslandi eru mjög mikil. Áhrifin eru mest þegar mikil þensla er í hagkerfinu en samdráttur verður
    einnig meiri þegar innflytjendur eru á landinu enda minnkar framleiðslan hlutfallslega meira í heildina. Árin 2008 og 2020 eru að mati höfundar athyglisverðustu ár þessa tímabils vegna mikils samdráttar sem þá varð á Íslandi. Árið 2008 fækkaði innflytjendum verulega hér á landi en árið 2020 fjölgaði þeim jafnt og þétt. Hlutdeild innflytjenda af skráðum heildarfjölda atvinnulausra í landinu fór úr því að vera um 6% árið 2006 í 42% árið 2021. Að mati höfundar gefur þetta annars vegar til kynna að þegar þrengir að í hagkerfinu missa innflytjendur frekar atvinnu sína en innfæddir og hins vegar þá gríðarlegu aukningu hlutdeildar innflytjenda á vinnumarkaði á tímabilinu. Þá leiddu niðurstöður rannsóknarinnar einnig í ljós að heildar fjölgun innflytjenda hér á landi leiðir ekki til hagvaxtarauka í sama hlutfalli. Mestu áhrif innflytjenda á hagvöxt á þessu tímabili var árið 2006 en þá var hlutdeild þeirra á vinnumarkaði 11%. Í dag er hlutdeild þeirra 22% en hlutfallsleg áhrif þeirra á hagvöxt eru mun minni. Því hefur fjöldun þeirra milli ára áhrif á
    hagvöxt en ekki hlutfall heildarfjölda á vinnumarkaði. Meðal hagvöxtur yfir rannsóknartímabilið var 0,74% á ári en án innflytjenda hefði hann verið 0,19% Lokaniðurstaða rannsóknarinnar er að án innflytjenda hefði hagvöxtur hér á landi verið mjög lítill.

Samþykkt: 
  • 15.9.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42831


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bryndís Matthíastórrir kt 050779-5999 - áhrif innflytjenda á hagvöxt.pdf725,38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni undirritað.pdf47,46 kBLokaðurYfirlýsingPDF