is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42839

Titill: 
  • Ákvarðanir og hlutverk fjárfesta í sprotafyrirtækjum : „Þeir sem ekki eru tilbúnir að taka áhættu, fjárfesta ekki í nýsköpun“
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun hefur verið áberandi undanfarin ár og umræða um mikilvægi þess að stuðla að bættu umhverfi fyrir nýsköpun verið áberandi í íslensku samfélagi. Velgengni sprotafyrirtækja liggur í teyminu sem stendur að því. Ákjósanlegt er að ólíkt fólk með víðtæka reynslu og þekkingu skipi teymið. Fjármagn er óhjákvæmilegur þáttur til þess að sprotafyrirtæki geti þróast og vaxið. Aðrir þættir eins og tengslanetið, staður og stund eru ekki síður mikilvægir. Á Íslandi hefur verið mikill uppgangur hjá sprotafyrirtækjum síðustu misseri og hann hefur leitt til meiri fjárfestinga og meira samstarfs við stærri fyrirtæki. Samhliða þessari öru þróun hefur samkeppnin um fjármagn aukist og kröfur fjárfesta orðið meiri. Markmið rannsakanda með þessari rannsókn er að skoða hvaða þættir það eru sem að fjárfestar horfa helst til við ákvarðanatökur sínar við val á sprotafyrirtækjum. Hver eftirfylgni þeirra er eftir að fjárfesting er gerð og hvaða hlutverk þeir hafa sem teymismeðlimir. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að teymið skipti mestu máli þegar ákvarðanir voru teknar um fjárfestingu. Fjárfestar litu á fjárfestingar sem langtímasamband sem þarf að byggja á gagnkvæmu trausti. Einnig skiptir máli að frumkvöðlar séu raunhæfir í gerð viðskiptaáætlana og séu reiðubúnir í samstarf. Hins vegar er fjármagn ekki það eina sem að frumkvöðlar eiga að sækjast eftir frá fjárfestum. Tengslanet fjárfesta er oft sterkt og er mikilvægur þáttur fyrir sprotafyrirtæki til þess að tengjast markaðnum og komast lengra á styttri tíma. Það var samdóma álit viðmælenda að ákvarðanir um fjárfestingu byggi fyrst og fremst á áliti þeirra og trú á frumkvöðlunum.

Samþykkt: 
  • 21.9.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42839


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aníta Þórunn Þráinsdóttir- Ákvarðanir og hlutverk fjárfesta í sprotafyrirtækjum.pdf603.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf310.62 kBLokaðurYfirlýsingPDF