is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42841

Titill: 
 • Sjálfsvígshegðun karla: Hugsanleg tengsl við áföll og upplifun á stuðningi. "Ég vildi aldrei vera berskjaldaður eða sýna veikleika"
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmiðið með rannsókninni var að varpa ljósi á hugsanleg tengsl milli áfalla og sjálfsvígshegðunar. Sjónum var sérstaklega beint að körlum á aldursbilinu 19-34 ára sem glíma við eða hafa glímt við sjálfsvígshegðun, hvaða leiðir þeir hafa notað til að leysa þær áskoranir og hvers konar stuðningur og aðstoð hefur reynst þeim mest hjálpleg. Rannsóknin byggir á eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem tekin voru fimm hálfstöðluð viðtöl við karlmenn sem áttu það sameiginlegt að glíma við eða hafa glímt við sjálfsvígshegðun. Þegar viðtölin voru tekin voru tveir þeirra enn að glíma við sjálfsvígshegðun og þrír voru í bata. Viðtölin voru tekin í september og október árið 2021. Þátttakendur voru á aldursbilinu 23-35 ára. Helstu niðurstöður voru þær að allir þátttakendur áttu áfallasögu úr æsku og gátu fjórir þeirra tengt upphaf sjálfsvígshegðunar við áföll. Þessar niðurstöður gefa vísbendingar um að áföll hafi áhrif á þróun sjálfsvígshegðunar karla. Tveir viðmælendur höfðu sótt samtalsmeðferð hjá félagsráðgjafa í sínu bataferli vegna áfalla og í kjölfarið fundu þeir mikla breytingu á sjálfsvígshegðun. Má því álykta út frá þessum niðurstöðum að ef unnið er úr áföllum þá hafi það veruleg áhrif á sjálfsvígshegðun sem getur komið í veg fyrir sjálfsvíg. Aðrar helstu niðurstöður voru þær að þátttakendum fannst erfitt að stíga skrefið í leit að stuðningi. Þrír þátttakendur höfðu leitað eftir formlegum stuðningi. Þrír viðmælendur vildu sjá fyrirbyggjandi aðgerðir sem felast í aukinni fræðslu. Tveir viðmælendur vildu sjá aukna þjónustu og stuðning í geðheilbrigðiskerfinu. Ásamt því að hafa þjónustu og meðferð þar sem tekið er heildrænt á vanda einstaklingsins. Aðrar niðurstöður voru þær að allir þátttakendur sögðu að óformlegur stuðningur frá fjölskyldu, maka og vinum væri mest hjálplegur og væri verndandi fyrir þá. Óformlegur stuðningur valt á því hvort þátttakandi sótti sér formlegan stuðning. Aðrar niðurstöður sýndu að sterk sjálfsmynd er styrkleiki sem gerði það að verkum að viðkomandi styrktist í að halda áfram að lifa.
  Lykilorð: Sjálfsvígshegðun, karlar, áföll, stuðningur

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study is to elucidate the potential association between trauma and suicidality. The focus was on males aged 19-34 who have struggled with or have struggled with suicidal behavior, what ways they have used to solve those challenges, and what kind of support and assistance has proved most helpful to them. This study is based on qualitative methodology where five semi-structured interviews were taken with male participants who had a common problem with or have struggled with suicidal behavior. At the time of the interviews, two of them were still struggling with suicidal behavior and three were in recovery. The interviews were conducted in September and October 2021. Participants ranged in age from 23-35 years. The main findings were that all participants had a traumatic history, four of whom were able to link the onset of suicidal behavior to trauma. These findings provide evidence that trauma affects the development of male suicidal behavior. Two participants had attended treatment from a social worker for trauma and subsequently found a major change in suicidal behavior. It can therefore be concluded from these findings that if trauma is processed, it has a significant effect on suicidal behavior that can prevent suicide. Other major findings were that participants found it difficult to take the step in search of support. Three participants had sought formal support. Three participants wanted to see preventive measures involved in increased education. Two participants wanted to see increased services and support in the mental health system. As well as having services and treatments that holistically address a person's problems. Other findings were that all participants said that informal support from family, spouse and friends was most helpful and was protective of them. Informal support depended on whether a participant sought professional assistance. Other results showed that strong self-image is a strength that made the person strengthened in continuing to live.
  Key words: Suicidality, male, trauma, support

Samþykkt: 
 • 21.9.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/42841


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð verkefnis_heb1.pdf178.36 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MA_ritgerð_heb1.pdf2.5 MBLokaður til...17.02.2023HeildartextiPDF