is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42848

Titill: 
  • Tálgaðu Láki : hvað gerist þegar börn fá tækifæri til að vinna hæglát skapandi verkefni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er greint frá niðurstöðum rannsóknar sem beindist að því að skilja betur samspil handverks og sköpunar annars vegar og hins vegar umhverfis sem einkennist af umhyggju, frelsi og stuðningi. Uppi eru vísbendingar um að slíkar leiðir geti skapað menntandi umhverfi þar sem hver og ein manneskja fær að njóta sín á eigin forsendum. Til þess að skoða þessa þætti nánar þá hélt ég tálgunarnámskeið fyrir nemendur í áttunda og níunda bekk í grunnskóla. Námskeiðið var hluti af starfendarannsókn (e. practitioner research) þar sem rannsakandi er hluti af rannsókn með það að markmiði skilja betur eigin starfsvettvang.
    Í ritgerðinni er farið í saumana á helstu kenningum sem varða heill manneskjunnar í menntunarlegu samhengi svo sem Jean-Jacques Rousseau, John Dewey, Nel Noddings, Howard Gardner, John Holt og Elliot Eisner. Öll eiga þau það sameiginlegt að setja einstaklinginn í forgrunn, með áherslu á náttúrulegan þroska, virðingu, frelsi, sköpun, umhyggju, hamingju og mikilvægi þess að standa vörð um um mótunarár barnsins.
    Niðurstöður benda til þess að þegar nemendur fá tækifæri til að finna eigin styrk á eigin forsendum í gegnum handverk og friðsæla ígrundun í gegnum náttúrulegan efnivið skapist spennandi tækifæri til að efla einstaklinginn. Verkefnið leiðir einnig í ljós hversu mikilvægt það er að kennarar rannsaki eigin kennsluhætti og aðferðir með opnum huga og séu þannig betur í stakk búnir til að mæta margbreytilegum þörfum nemenda sinna.

  • The research dissertation tries to better understand the forces at work that combine crafts and creativity in correlation to the environment and which is based on care, freedom, and ways to support and nurture the creative environment where everyone can prosper to their own accord. To further explore those elements, I held a woodcarving seminar for children at the age of twelve to thirteen years old children. The seminar was a part of a practitioner research program, where the researcher is part of his own study to better understand his own work environment and make changes.
    The theoretical part of the essay looks at scholars such as Jean-Jacques Rousseau, John Dewey, Nel Noddings, Howard Gardner, John Holt, and Elliot Eisner. They all emphasize the individual and the importance of focusing on children’s natural development, respect, freedom, care, happiness, and the importance to guarding child’s formative years.
    The results suggest that when pupils have the opportunity to develop their own abilities through woodworking and peaceful contemplation through natural materials such as wood, invites exciting opportunities to reinforce the individual and his independence. The project also unveils the importance of teachers’ observation of own practices and methods with open mind, making them better suited to respond to the diversity of their pupils.

Samþykkt: 
  • 27.9.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42848


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gísli_HIlmarsson_Tálgaðu_Láki_2022.pdf844.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna