is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42849

Titill: 
  • Hvað hvíslar mýslið? Ræktun, uppskera og niðurbrot í list og listkennslu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn eru möguleikar myndlistar og listkennslu með hringrás ræktunar, uppskeru og niðurbrots að leiðarljósi kannaðir. Verkefnið er listrannsókn og byggir á eigin reynslu við að rækta, uppskera og brjóta niður skúlptúra úr plöntum, sveppum og trjám meðan á rannsókninni stóð. Í henni voru skoðaðar ólíkar leiðir til að rækta lífplast og önnur þrívíð form úr ostrusveppamýsli, og skráðar niður hugrænar og skynrænar upplifanir af ferlinu til þess að þróa eigin listiðkun og finna vísa að listkennslu með þessari nálgun. Í rannsókninni vann ég á vinnustofunni minni og í nærumhverfi, hélt vinnustofu fyrir grunn-, leik- og framhaldsskólakennara í Grasagarði Reykjavíkur og hélt sýningu í Gunnfríðarstofu Gerðubergs á útskriftarviðburði Listkennsludeildar Listaháskólans. Í fræðihluta var stuðst við kenningar um grenndarnám, skrif frumbyggjafræðinga og umhverfissálfræðinga um tengsl menningar og náttúru. Einnig rýndi ég í listaverk, heimspeki og menntaheimspeki sem snýr að breytingum og hverfulleika, auk viðtala við tvo líffræðinga, grunnskólakennara og umhverfisverkfræðing um málefni tengd verkefninu. Í rannsókninni skapaði ræktunin á ostrusveppamýslinu ákveðinn ramma fyrir sköpunarferli sem hægt var að yfirfæra yfir á önnur hráefni sem finna má í skólum og í grennd við þá, en list og listkennsla sem gerir hringrásarkerfi náttúrunnar að útgangspunkti fellur vel að þverfaglegu skólastarfi, listkennslu í samræmi við samtímalist samfélagins og menntun til sjálfbærni þar sem viðfangsefni, aðferðir og öflun hráefnis eru krefjandi og spennandi fyrir nemendur og jákvæð fyrir umhverfi þeirra.

  • In this artistic research project the possibilities of integrating art and art education with circular systems of cultivation, harvest and material breakdown are explored through working with mycelium, local plants and food waste. Different ways of growing bioplastic were tested and both practical, sensorial and emotional observations were documented, creating a foundation to build educational material based on cultivation, harvest and material breakdown. During the research period I held out a studio practice, facilitated a workshop focused on mycelium and art in Reykjavík Botanical Garden and held an exhibition in Gunnfríðarstofa in Gerðuberg. The projects pedagogical background is based on place based learning, draws from various practices of contemporary artists, environmental philosophy and indigenous theory and interviews conducted with an elementary school teacher, biologists and an environmental engineer. During the course of the research project the cultivation of the mycelium created a framework for a creative process that can be practiced with various other materials found in the vacinity of school grounds. Art education that centers circular, regenerative systems has the possibility to connect diverse subjects, connect student practice to contemporary practices of artists through doing, as well as educating studends on sustainability through sustainable practice, where material and subject are one and the same.

Samþykkt: 
  • 27.9.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42849


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvað hvíslar mýslið - ræktun_ uppskera og niðurbrot í list og listkennslu.pdf103.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna