is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4285

Titill: 
  • Skilvirknimæling á heilsugæslustöðvum á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Umfang: Heilsugæslustöðvar á Íslandi gegna veigamiklu hlutverki í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Í þessari rannsókn er framkvæmd skilvirknimæling á 50 af 83 heilsugæslustöðvum um allt land. Rannsóknartímabilið tekur til fimm ára frá árinu 2004 til 2008. Mælingar á þremur aðföngum; rekstrarkostnaði, stöðugildum lækna og stöðugildum hjúkrunarfræðinga eru bornar saman við mælingar á fimm afurðum; viðtölum lækna, vitjanir lækna, önnur læknisverk, viðtölum hjúkrunarfræðinga og vitjanir hjúkrunarfræðinga.
    Aðferðir: Rannsóknaraðferðin er gagnaumgjarðarfræði (e. Data Envelopement Analysis eða DEA). Rannsóknin er unnin með aðfangamiðuðu gagnaumgjarðarlíkani þar sem er gengið úr frá tveim forsendum um afrakstur stærðarbreytinga, föstum og breytilegum. Skilvirknihlutfall sem fæst úr líkaninu er á bilinu núll til einn. Þær stöðvar með hljóta hlutfallið einn teljast skilvirkar en aðrar óskilvirkar. Óskilvirknin eykst eftir því sem hlutfallið er lægra. Skilvirknihlutfall er reiknað á ársgrundvelli fyrir hverja stöð. Lagt er mat á þrennskonar skilvirkni, hreina tæknilega skilvirkni, tæknilega og stærðarskilvirkni. Tilraun er gerð til að útskýra óskilvirkni útfrá fimm breytum; fjarlægð á næsta sjúkrahús, íbúaþéttleika á þjónustusvæði stöðvarinnar, hlutfall íbúa á þjónustusvæði yfir 67 ára, hlutfall milli lækna annarsvegar og hjúkrunarfræðinga hinsvegar auk stærðarhlutfalli stöðva innan úrtaks. Loks er niðurstaða gagnaumgjarðarlíkansins næmisgreind.
    Niðurstöður: Tæplega 36% af heilsugæslustöðvum á Íslandi eru að meðaltali skilvirkar á rannsóknartímanum á meðan 64% reynast óskilvirkar. Meðaltal skilvirknihlutfalls á rannsóknartímanum er 0,834. Því má álykta að hægt sé að auka skilvirkni óskilvirkra stöðva um rúmlega 16% á fimm ára tímabili með því að draga úr aðföngum og fjölga afurðum. Óskilvirkar stöðvar reyndust samkvæmt útreikningum verða skilvirkar með því að draga úr rekstrarkostnaði um 3,3%, fækka stöðugildum lækna um 3,95%, draga úr stöðugildum hjúkrunarfræðinga um 4,2% og auka skráð samtöl um 9%. Aðhvarfsgreining sýnir marktæk áhrifa á skilvirkni af skýribreytunni fjarlægð á næsta sjúkrahús.

Samþykkt: 
  • 13.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4285


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ttir_fixed.pdf1.95 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna