is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42869

Titill: 
  • Spálíkön í álframleiðslu. Spáð fyrir um bilanir í rafskautum
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er gert í samstarfi við Alcoa Fjarðarál, en Fjarðarál býr yfir miklum gögnum úr álbræðslukerum sínum. Í hverju keri eru 40 rafskaut sem skipt er um á 25,5 daga fresti. Þó kemur það fyrir að rafskaut bili áður en það á að skipta um það. Markmið verkefnisins er að búa til spálíkan sem segir til um hvort og mögulega hvenær ákveðið rafskaut muni bila. Tilgangur þess er að geta sagt fyrir um bilun rafskauts, þannig að hægt væri að skipta um rafskautið áður en það bilar og spara þann tíma og kostnað sem fylgir því að bregðast við biluðu rafskauti. Notast var við tvíkosta aðhvarfsgreiningu, tvíkosta aðhvarfsgreiningu með slembiþáttum og lifunargreiningu. Spáð var fyrir um bilun rafskauta með ~47% vissu, þannig að fyrir hverjar 100 spár sem segja að rafskaut muni bila eru 47 þeirra réttar. Hin 53 rafskautin sem spáð var að mundu bila, þau bila ekki. Niðurstöður þessa spálíkana þarf Alcoa að vega og meta með tilliti til kostnaðar- og ábatagreiningar af þeirra hálfu, til þess að sjá hvort það borgi sig fyrir þau að innleiða líkanið og breyta ferlum í samræmi. Þá kom í ljós í lifunargreiningu og lýsandi tölfræði að rafskaut númer 20 og 21 bila mun oftar en hin rafskautin. Ekki er vitað til þess að áður hafi verið reynt að spá fyrir um bilun rafskauta í álverum og því er þetta verkefni mikilvægt framlag til rannsókna á þessu sviði.

Samþykkt: 
  • 28.9.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42869


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sveinbjörn Traustason MAS - final (1) (1).pdf1.35 MBLokaður til...30.09.2037HeildartextiPDF
yfirlysing.pdf48.37 kBLokaðurYfirlýsingPDF