is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4287

Titill: 
 • Starfsþróun
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Lykilatriði þess að fyrirtæki sýni árangur og góða frammistöðu er ekki tækni og tækjabúnaður heldur mannauðurinn, hvernig búið er að honum og hvernig hann nær að þroskast og þróast Fyrirtæki sem leggja áherslu á markvissa starfsþróun starfsmanna sinna stuðla að minni starfsmannaveltu, aukinni starfsánægju og betri frammistöðu starfsmanna.
  Í verkefninu var unnið með fræðilegar heimildir um starfsþróun og fræðslu til að varpa ljósi á ferli starfsþróunar og þá lykilþætti sem hafa áhrif á hana. Niðurstöður fyrri rannsókna voru skoðaðar og að lokum var unnið greiningadæmi hjá fyrirtæki í Reykjavik.
  Markmiði þessa verkefnis er tvíþætt, annars vegar að skoða stöðu starfsþróunar- og fræðslumála hjá greiningarfyrirtækinu í samanburði við starfsþróunarfræðin og hins vegar að kanna viðhorf starfsmanna greiningarfyrirtækisins til starfsþróunar.
  Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð og rannsóknarsniðið sem stuðst var við var tilviksathugun. Rannsóknin skiptist í þrennt, greiningu fyrirliggjandi gagna, hálf opin viðtöl og rýnihópsviðtöl.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að skortur á formlegri stefnu í starfsþróunarmálum, ásamt því að starfsþróunarmálum er úthýst þannig að enginn virðist stýra og samræma starfsþróunarmál innan fyrirtækisins hamlar því að starfsþróunar mál séu eins og best verður getur orðið. Velvilji stjórnenda jafnt og starfsmanna gagnvart öllu því sem viðkemur starfsþróun ásamt því að gert er ráð fyrir fjármagni til þessa málaflokks er hins vegar góður grunnur til að byggja á. Með stefnumiðari stjórn starfsþróunarmála á fyrirtækið góða möguleika á að vera til fyrirmyndar og ná framúrskarandi árangri í sínum starfsþróunarmálum á tiltölulega skömmum tíma.

Samþykkt: 
 • 13.1.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4287


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerdskemman3_fixed[1].pdf1.45 MBLokaðurHeildartextiPDF