is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42874

Titill: 
  • Þétting byggðar – áhrif á vindafar og hitaþægindi. Rannsókn á tveim þéttingarreitum í Reykjavík
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Borgarlandslag hefur mikil áhrif á veðurfar borgarumhverfis, ekki síst á vindafar. Mikilvægt er að vanda til hönnunar borgarrýmis til að tryggja gæði þess og hámarka möguleika íbúa á útiveru á öllum tímum ársins. Í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 var mörkuð sú stefna að þétta byggðina með því að nýta betur vannýtt svæði innan þéttbýlismarka í stað þess að þenja byggðina frekar út. Í þessari rannsókn voru rannsökuð tvö svæði innan Reykjavíkur þar sem hafa verið byggðar íbúðir í anda þessarar stefnu en á talsvert ólíkan hátt. Könnuð voru vindþægindi og hitaþægindi, þ.e. skynjað hitastig, bæði fyrir og eftir uppbyggingu lóðanna með líkani í ENVI-met hugbúnaði. Einnig var prófað að lækka nyrstu byggingarnar á báðum reitum til að sjá hverju það breytti varðandi vindþægindi innan byggðarinnar. Engar formlegar rannsóknir á áhrifum þéttingar byggðar á vindafar hafa verið gerðar á Íslandi, svo vitað sé.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að almennt eru vindþægindi á svæðunum góð nema við horn nyrstu bygginganna þegar vindur stendur að norðri. Við greiningu veðurgagna kom í ljós að þar skapast hættulegar vindaðstæður, þar sem vindur er yfir 15 m/s, í 2,6% af heildarklukkustundum yfir árið, sem er rúmlega átta sinnum meira en miðað er við samkvæmt NEM8100 staðlinum (viðmið er 0,3%). Að öðru leyti eru vindþægindi ásættanleg úr þeim vindáttum sem rannsakaðar voru og hitaþægindi sömuleiðis, sérstaklega í suðurgörðum lóðanna. Bæði jákvæðar og neikvæðar breytingar komu í ljós þegar nyrstu byggingarnar voru lækkaðar. Rannsóknin sýnir fram á mikilvægi og notagildi vindafarsrannsókna í skipulagi til að skapa þægilegar og öruggar aðstæður fyrir íbúa og gangandi vegfarendur, sem er forsenda þess að líflegt mannlíf geti skapast milli húsa.
    Lyklar: Borgarrými, hitaþægindi, mannlíf milli húsa, vindgæði, vindþægindi, þétting byggðar

Samþykkt: 
  • 30.9.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42874


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing_Sigríður Lára Gunnarsdóttir.pdf72.5 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MS-ritgerð__Sigríður Lára Gunnarsdóttir.pdf5.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna