en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/42882

Title: 
 • Title is in Icelandic Þróun á notkun og viðvarandi notkun svefnlyfja á Íslandi 2010-2019
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Inngangur: Viðvarandi notkun svefnlyfja er vaxandi vandi í íslensku heilbrigðiskerfi. Svokölluð Z-lyf eru mest notuð og þó slík meðferð sé fyrst og fremst hugsuð til skamms tíma virðist stórt hlutfall sjúklinga festast á lyfjunum til lengri tíma. Z-lyfin hafa verið markaðssett sem öruggari en eldri svefnlyf eins og barbituröt og benzódíazepín. Z-lyf verka þó á sömu viðtaka og benzódíazepín, geta aukið á byltuhættu og í hærri skömmtun geta þau valdið meðvitundarleysi og öndunarbælingu. Markmið rannsóknarinnar var að skoða algengi viðvarandi svefnlyfjanotkunar á Íslandi á árunum 2010-2019. Skoða hver meðallengd notkunar þessara lyfja var og hvort það var munur á milli Z-lyfja og melatónín-viðtakaörvum. Efni og aðferðir: Inntökuskilyrði í rannsókninna var á minnsta kosti 1 útleystur lyfseðill fyrir Z-lyf eða melatónín-viðtakaörva á árunum 2010-2019. Gögn voru fengin úr vistunarskrá Landlæknis og voru 68.969 einstaklingar í rannsóknarþýði. Rannsóknin var gerð með leyfi Vísindasiðanefndar (VSN-22-047-V1) og Landlæknis.
  Niðurstöður: Dregið hefur úr fjölda útleysta lyfseðla fyrir Z-lyfjum um 23% frá 2010 til 2019, hinsvegar höfðu útleystir lyfseðlar fyrir melatónín-viðtakaörvum fjölgað um 862% á rannsóknartímabilinu. Þeir sem leystu út melatónín-viðtakaörva voru töluvert yngri (meðalaldur 36 ára á móti 56 ára). Konur voru í meirihluta í báðum hópum. Viðvarandi notkun var marktækt lengri hjá einstaklingum sem voru 65 ára og eldri fyrir bæði Z-lyf og melatónín-viðtakaörva (p<0,0001), engin marktækur munur fannst milli kynja fyrir Z-lyf hins vegar voru karlar marktækt lengur á melatónín-viðtakaörvum (p<0,0001). Fjöldi fyrri meðferðarlota hafði mikil áhrif á meðferðarlotu lengd Z-lyfja en þeir sem höfðu áður fengið Z-lyf höfðu lengri meðferðarlotur samanborið við þá sem voru að fá þessi lyf í fyrsta sinn, þessi munur var einnig til staðar fyrir þá sem fengu melatónín-viðtakaörva en var ekki jafn mikil og hjá Z-lyfjum. Z-lyf höfðu marktækt lengri meðferðarlotur borið saman við melatónín-viðtakaörva (p<0,0001), engin marktækur munur fannst milli meðalfjölda lyfseðla eða dagskammta á meðferðarlotu milli Z-lyfja og melatónín-viðtakaörva.
  Ályktanir: Meðferð með Z-lyfjum er líkleg til þess að fara yfir ráðlagðan meðferðartíma sem er einungis 2-4 vikur samkvæmt sérlyfjaskrá. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að eftir 6 mánuði frá fyrsta útleysta lyfseðil voru enn u.þ.b. 27% í virkri meðferðarlotu. Ráðleggingar sem byggja á klínískum leiðbeiningum og koma fram í sérlyfjaskrá er ekki fylgt nægilega vel eftir hérlendis. Það væri því ástæða til að skoða þennan hóp sérstaklega í frekari rannsóknum og kanna hugsanlegar afleiðingar af þessari viðvarandi Z lyfjanotkun

Accepted: 
 • Oct 6, 2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/42882


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Þróun_og_viðvarandi_svefnlyfja_notkun_á_Íslandi_2010_til_2019.pdf1.16 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Edward_Rumba_Yfirlýsing.pdf178.95 kBLockedDeclaration of AccessPDF