Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42883
This thesis discussed a Case Study carried out in a teaching experience with the NoFri Masters Course at Hólar University in Iceland during autumn 2021. The aim of the research is to promote reflection and critical thinking about the contribution of using methods of teaching based on critical pedagogy for the enrichment of pedagogical practices in higher education in tourism. Based on Freirean Pedagogical Theory, which sees education as the main democratic tool for building awareness of reality and its emancipatory power. Thus, through the methodology of Critical Theory and Freirean Pedagogical Theory, the research sought to answer the following questions: What methodologies are used (or should be developed/extended) that build autonomy, emancipation and critical thinking skills in the student? And how might the interdisciplinary nature of tourism studies allow for opportunities for developing a more ethical tourism studies curriculum? The findings, found through the thematic analysis method, indicated the contribution of critical pedagogy to the construction of curricula in higher education in tourism at the service of a transformative education capable of promoting the socio-transforming power of tourism and training more aware and engaged professionals about their ethics and their social importance in the world around them.
Ritgerð þessi lýsir tilviksrannsókn sem var gerð í tengslum við kennslureynslu sem var hluti af meistaranámi í útivistarfræðum (NoFri) við Háskólann á Hólum á haustmisseri 2021. Markmið rannsóknarinnar var að auka ígrundun og gagnrýna hugsun um það hvernig beiting kennsluaðferða sem byggjast á gagnrýnni kennslufræði getur auðgað kennsluhætti við nám í ferðamálafræðum á háskólastigi. Markmið rannsóknarinnar byggir á kennslufræðikenningum Paulos Freire sem var brasilískur kennslufræðingur sem taldi menntun vera helsta lýðræðislega verkfærið til að þróa meðvitund um raunveruleikann sem við búum í og þar með valdefla frelsisvitund okkar. Með því að beita aðferðafræði gagnrýninna kennslufræðikenninga Paulos Freire var leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvaða aðferðum má beita (eða væri æskilegt að þróa áfram/útfæra frekar) sem eru til þess fallnar að byggja upp sjálfstæði, frelsisvitund og hæfni til gagnrýnnar hugsunar hjá nemendum? Hvernig getur þverfaglegt eðli ferðamálafræði skapað tækifæri til að þróa námskrá og námsefni í ferðamálafræðum sem einkennast af fágaðri og sterkri siðferðishugsun? Gögnin voru greind með þemagreiningu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að beiting gagnrýninnar kennslufræði við þróun á námskrá og námsefni í ferðamálafræðum geti leitt til umbyltingarkenndra kennsluaðferða. Slík nálgun er til þess fallin að auka hæfni innan ferðaþjónustu til að betrumbæta samfélagið og mennta fagfólk í ferðamálageiranum sem er meðvitaðra um samfélagslegt mikilvægi starfsgreinar sinnar og tekur frekar siðferðilega afstöðu í starfsumhverfi sínu..
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Master's Thesis Deisi T. Maricato.pdf | 1,75 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |