is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42885

Titill: 
  • Vanefndaúrræði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 og laga um fasteignakaup nr. 40/2002 vegna galla : Hefur réttarframkvæmd íslenskra dómstóla breyst með gildistöku laganna þegar deilt er um kröfu afsláttar og/eða skaðabóta vegna galla?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi ber nafnið „Vanefndaúrræði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 og laga um fasteignakaup nr. 40/2002 vegna galla. Hefur réttarframkvæmd íslenskra dómstóla breyst með gildistöku laganna þegar deilt er um kröfu afsláttar eða skaðabóta vegna galla?“ Markmið höfundar er að varpa ljósi á það hvort og þá hvernig niðurstöður Hæstaréttar í málum þar sem deilt er um afsláttar- og/eða skaðabætur vegna galla á söluandlagi hafi breyst við gildistöku laganna vegna þeirra nýmæla sem lögfest voru, til að mynda reglan um stjórnunarábyrgð og skiptingu tjóns í beint og óbeint tjóns. Þá fjallaði höfundur um sögu lkpl. og aðdraganda að gildistöku nýrra laga og þá einnig mikilvægi þess að tekinn yrði í gildi lög um fasteignakaup, sem var gert með gildistöku laganna ári eftir gildistöku laga um lausafjárkaup. Auk þess er fjallað ítarlega um regluna um stjórnunarábyrgð. Um 80 ár liðu frá gildistöku eldri laga um lausafjárkaup nr. 39/1922 þar til ný lög nr. 50/2000 voru tekin í gildi. Á þessum tíma urðu miklar breytingar á viðskiptaháttum aðila með tilliti til samskipta, sölu, dreyfingar og afhendingar. Með gildistöku laga um fkpl. breyttist framkvæmdin enn meira þar sem fyrir voru engin lög í gildi sem kváðu á um slík viðskipti og byggðu niðurstöður dómsmála á dómvenju eða lögjöfnun. Mikilvægi laganna grundvallast fyrst og fremst á því hve stór og mikilvæg fasteignaviðskipti eru sem og að kaupandi fasteignar greiðrir háa peningafjárhæð fyrir eignina og tekur einnig á sig gríðarlegar skuldbindingar. Þá breyttist framkvæmdin einnig að miklu leyti þar með lögfestingu 18. og 21. gr. fkpl. þar sem kveðið var á um að galli sbr. 18. gr. eða stærðarfrávik sbr. 21. gr. verði að ná yfir ákveðið lágmark svo um sé að ræða galla sem rýrir verðmæti fasteignarinnar svo nokkru varði. Ef ágalli nær ekki því lágmarki er ekki um galla að ræða. Telur höfundur það vera nokkuð ljóst að réttarframkvæmdin breyttist að miklu leyti þegar lög þessi voru tekin í gildi, en hins vegar voru þó nokkrar meginreglur lögfestar með lögunum sem áður voru ólögfestar.

Samþykkt: 
  • 13.10.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42885


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - VS .pdf540.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna