is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42894

Titill: 
 • Húmor í stjórnun
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Megin markmiðið með þessari ritgerð er að sýna fram og færa rök fyrir því að sé húmor eða kímni beitt innan fyrirtækja og stofnana af góðum smekk og kostgæfni, megi efla viðgang þeirra í margvíslegum skilningi.
  Ótal marktækar rannsóknir sem gerðar hafa verið meðal starfshópa og ekki síður á vettvangi þeirra sem hafa með mannaforráð að gera, hafa sýnt að þar sem lögð hefur verið áhersla á húmor í samskiptum hefur starfsánægja stóraukist. Árangurinn hefur jafnan birst í auknum vilja starfsfólks til raunverulegrar jákvæðrar samvinnu á öllum sviðum. Slík samvinna hefur beinlínis styrkt vinnustaðamenningu og haft jákvæð áhrif á framþróun og velgengni fyrirtækja. Andlegt og líkamlegt heilbrigði starfsfólks hefur breyst til betri vegar, sköpunargáfa hefur aukist merkjanlega og stórlega hefur dregið úr streitu. Þá hefur jafnvægi og öryggi einstaklinga eflst með þeim árangri að starfshópnum hefur reynst auðveldara að takast á við og leysa allra handa vandasöm verkefni á vettvangi. Húmor á vinnustað hefur einnig greitt fyrir og auðveldað einstaklingunum að fást við gagnrýni, taka henni og einnig að læra að beita jákvæðri og uppbyggilegri gagnrýni.
  Þegar flest er talið hefur notkun húmors á vinnustöðum hvatt starfsfólk til dáða á öllum sviðum og má af ofangreindu draga þá ályktun að viðeigandi beiting húmors sé að öllu samanlögðu jákvætt, uppbyggilegt og sameinandi afl. Húmor getur einnig valdið sundrung og óeiningu til að mynda ef um er að ræða kvikyndislegan eða kaldranalegan húmor til dæmis á kostnað starfsfólks, því ber að vanda valið á orðum eða gjörðum sem
  ætlað er að vekja kátínu eða kímni.
  Stjórnendur leika vitaskuld stærsta hlutverkið í þessum efnum og hafa margir þeirra lýst yfir að með viðeigandi beitingu húmors hafi reksturinn í flestu tilliti orðið auðveldari og þénanlegri að því gefnu að þeir hafi markvisst og meðvitað lagt línurnar við að skapa og koma á ákjósanlegu vinnuandrúmslofti er nærir starfsfólkið, eykur velsæld þess og ánægju í starfi og með því móti hefur náðst hámarksárangur.

Samþykkt: 
 • 14.10.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/42894


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Húmor í stjórnun Edda Björgvinsdóttir MA 2013.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Edda Björgvins - Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna í Skemmu.pdf177.36 kBLokaðurYfirlýsingPDF