is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4290

Titill: 
 • Íslenskir verðbréfa- og fjárfestingarsjóðir. Breyting á fjárfestingarstefnu eftir bankahrun
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að sjá hverjar breytingar á fjárfestingarstefnu
  verðbréfa- og fjárfestingarsjóða hafa verið eftir bankahrun í október 2008, hvaða
  sjóðir voru lokaðir í kjölfar hrunsins og hvort nýir komu á markaðinn. Svarað verður
  spurningunni ,,Hvaða breytingar hafa orðið á fjárfestingarstefnum verðbréfa- og
  fjárfestingarsjóða eftir bankahrun?”. Fjárfestingarstefnur segja til um almenn
  markmið sjóðanna og í hverju eigi að fjárfesta og að hve miklu leyti frávik geta verið
  frá stefnunni. Með verðbréfasjóði er átt við safn af verðbréfum og öðrum
  fjármálagerningum sem auðvelt er að kaupa og selja. Munurinn á verðbréfasjóði og
  fjárfestingarsjóði felst fyrst og fremst í fjárfestingarheimildum þeirra og hafa
  fjárfestingarsjóðir mun rýmri heimild til fjárfestinga. Til að komast að því hvernig
  stefnurnar breyttust voru síðustu útgefnu reglur og útboðslýsingar sjóðanna fyrir hrun
  skoðaðar og bornar saman við núverandi reglur og útboðslýsingar. Þeir sjóðir sem
  teknir eru fyrir eru reknir af tveimur rekstrarfélögum; Íslandssjóðum hf. (var Glitnir
  sjóðir) og Stefni hf. (var Rekstrarfélag Kaupþings Banka) og verður aðeins fjallað um
  þá sjóði sem fjárfestu hér innanlands.
  Helstu niðurstöður voru þær að ekki miklar breytingar hafa verið gerðar á
  fjárfestingarstefnum sjóða. Þeir sjóðir sem eru hlutabréfasjóðir breyttu hvað mest
  stefnum sínum. Hafa þeir nú heimild til að fjárfesta í óskráðum hlutabréfum sem þeir
  máttu ekki áður eða þá með miklum takmörkunum. Skuldabréfasjóðir eru að mestu
  leyti með sömu fjárfestingarstefnur en nokkrum þeirra var hins vegar lokað eftir
  hrunið eða eru í slitameðferð og eru þeirra stefnur breyttar á meðan á því stendur.
  Allir þeir peningamarkaðssjóðir sem voru starfandi þegar hrunið varð hafa verið
  lokaðir og var það gert að tilmælum Fjármálaeftirlitsins. Fimm nýir sjóðir hafa litið
  dagsins ljós og hafa verið opnaðir þrír nýir sjóðir hjá Stefni og tveir hjá
  Íslandssjóðum.

Samþykkt: 
 • 13.1.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4290


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
heildartexti_fixed.pdf479.06 kBLokaðurHeildartextiPDF