is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42922

Titill: 
  • Titill er á ensku “I have a clearer perspective on how I want to be” : parents’ experience with reflective dialogue in parent education
  • „Ég er með betri sýn á hvernig ég vil vera” : reynsla foreldra af ígrunduðum samræðum í foreldrafræðslu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Reflective Dialogue Parent Education Design (RDPED) is an approach designed for parent education with the goal of supporting parent development and strengthening parent-child relationships. What parents do and say is motivated or triggered by their feelings, intentions, attitudes, memories or expectations and the same is true for their child. Examining these motivations through reflection and dialogue with other parents is considered to be an effective way to support parents in developing greater self-awareness and perspective-taking skills and interacting with their children in ways that reflect greater sensitivity and responsiveness. The purpose of this study was to explore how parents’ experience Reflective Dialogue in parent education and how it supports them in their parenting. A qualitative phenomenological approach was used. Semi-structured interviews were conducted with seven parents who participated in the parent education course, six mothers and one father. Parents also answered written reflective questions during the course. The data was analyzed using thematic analysis. The main findings suggest that parents were supported in being more reflective in their parenting and becoming more aware of their own perspective. Parents were supported in trying to understand their children better and see things from their perspective. Both increased their awareness and understanding of what is important in parent-child interaction with the long-term parent-child relationship in mind. In addition, parents were very satisfied with the approach overall. These findings provide evidence for Reflective Dialogue as an effective approach to supporting parents in their parenting. However, findings also suggest that a longer course may be more supportive of prompting significant and lasting change for more participants. The findings of the study should be a valuable contribution to research on RDPED and parent education and benefit working parent educators as well as students of parent education.

  • Reflective Dialogue Parent Education Design (RDPED) er nálgun sem hönnuð er fyrir foreldrafræðslu með það markmið að styðja við færni og vöxt í foreldrahlutverkinu og styrkja samband foreldra og barna. Hvað foreldrar gera í uppeldinu og segja við börnin sín á rætur sínar í tilfinningum þeirra, áformum, viðhorfum, minningum eða væntingum og það sama á við um börnin þeirra. Ígrundun á þessum þáttum í gegnum samræður við aðra foreldra er talin áhrifarík leið til þess að efla og styðja foreldra í að auka sjálfsvitund sína og færni í að skilja og samræma mismunandi sjónarmið í samskiptum við börnin sín. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða reynslu foreldra af ígrunduðum samræðum í foreldrafræðslu og hvernig slíkar samræður styðja við foreldra í hlutverki sínu. Rannsóknin er eigindleg þar sem fyrirbærafræðilegri nálgun var beitt. Tekin voru sjö hálfopin viðtöl við foreldra sem tóku þátt í foreldrafræðslunámskeiði, sex mæður og einn föður. Þá voru foreldrar beðnir um að ígrunda skriflega á meðan á námskeiðinu stóð. Gögnin voru greind með þemagreiningu. Meginniðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að námskeiðið studdi við foreldra í að ígrunda sjálfa sig í uppeldishlutverkinu og verða meðvitaðri um eigin sýn á hvernig þau eru sem foreldrar. Einnig studdi námskeiðið foreldra í að reyna að skilja börnin sín betur og sjá aðstæður frá þeirra sjónarhorni. Hvorttveggja jók meðvitund og skilning þeirra á hvað skiptir máli í samskiptum foreldra og barna með langtímasambandið við barnið fyrir augum. Þá voru foreldrar mjög ánægðir með nálgunina í heild sinni. Þessar niðurstöður sýna að ígrundaðar samræður í foreldrafræðslu eru áhrifaríkar í að styðja við foreldra í uppeldishlutverkinu. Þær gefa þó einnig til kynna að lengra námskeið gæti stuðlað betur að þýðingarmiklum og langvarandi breytingum hjá fleiri þátttakendum. Niðurstöður rannsóknarinnar ættu að vera gagnlegt framlag til rannsókna á RDPED og foreldrafræðslu og nýtast þeim sem starfa við og stunda nám í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Samþykkt: 
  • 25.10.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42922


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MasterThesis_AnnaLiljaEinarsdóttir.pdf1.79 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_Yfirlýsing_AnnaLiljaEinarsdóttir.pdf82.48 kBLokaðurYfirlýsingPDF