Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/42923
Stór hluti starfsmanna í geðþjónustu Landspítala þurfti að skipta skyndilega yfir í fjarvinnu þegar heimsfaraldurinn Covid-19 skall á landinu vorið 2020. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða reynslu þessara starfsmanna af fjarvinnu út frá sjónarhorni náms fullorðinna. Rannsóknarspurningin sem gengið er út frá er: „Hver er reynsla starfsmanna í geðþjónustu Landspítala af fjarvinnu á tímum Covid-19?“ Undirspurningar snúa að því hvernig hefur gengið í fjarvinnunni, hvort stafræn hæfni þátttakenda hafi aukist með meiri fjarvinnu, hvernig stuðningur hafi verið til staðar í tengslum við fjarvinnu, m.a. frá vinnustað, og möguleg áhrif fjarvinnu á starfsánægju. Blönduð rannsóknaraðferð var notuð í formi spurningakönnunar og hálf opinna viðtala. Um hentugleikaúrtak var að ræða í spurningakönnun, en öllum starfsmönnum geðþjónustu á Workplace bauðst að taka þátt. Þátttakendur voru 50 talsins og af þeim voru 31 sem sögðust hafa unnið fjarvinnu á tímum Covid-19, eða um 60%. Viðtöl voru tekin við 8 starfsmenn úr nokkrum starfaflokkum sem unnið höfðu einhverja fjarvinnu bæði með samstarfsmönnum og sjúklingum. Þar var um tilgangsúrtak að ræða.
Meirihluti þátttakenda sagði fjarvinnu hafa gengið vel og að þeir vildu eiga kost á fjarvinnu áfram. Meirihluti sagðist einnig hafa þurft að læra eitthvað nýtt í tengslum við fjarvinnu. Stafræn hæfni var metin marktækt hærri við svörun en við upphaf fjarvinnu. Þátttakendur lýstu mismunandi stuðningi í tengslum við fjarvinnu og ólíkum áhrifum á líðan og starfsánægju. Niðurstöður benda til þess að formlaust og sjálfstýrt nám hafi átt sér stað hjá flestum þátttakendum í fjarvinnu þeirra. Einnig benda þær til þess að fjarvinna í geðþjónustu Landspítala sé komin til að vera ef vilji er fyrir hendi, ekki síst með áherslu á fjarþjónustu. Unnin var þemagreining úr viðtölum og opnum spurningum. Fimm meginþemu komu fram; 1) tæknilegar áskoranir í fjarvinnu, 2) skortur á félagslegum samskiptum og erfiðari tenging við fólk á fjarfundum, 3) erfitt að aðskilja vinnu og heimili í fjarvinnu heiman frá, 4) sveigjanleiki í fjarvinnu getur sparað tíma og gert fleirum kleift að taka þátt og 5) fjarvinna krefst aðlögunarhæfni, skipulagshæfni og lausnamiðunar. Erfitt er að fullyrða um áreiðanleika vegna fárra þátttakenda en þó virtist gott samræmi á milli svara í spurningakönnun og hjá viðmælendum í viðtölum. Réttmæti mældist gott í spurningakönnun eins og gert var ráð fyrir þar sem mikið var um fjarvinnu hjá Landspítala frá október 2021 til mars 2022, þegar gögnum var safnað. Lagt er til að fleiri rannsóknir verði unnar innan geðþjónustu, bæði með áherslu á nám fullorðinna og fjarvinnu.
Hugtök: Fjarvinna, nám fullorðinna, Covid-19, geðþjónusta, fjarheilbrigðisþjónusta, stafræn hæfni.
Many employees in mental health services at Landspitali had to suddenly switch to telework when Covid-19 pandemic hit in spring 2020. The goal of this research is to view these employees’ experience of telework from the view of adult education. The main research question is: „What experience do employees in mental health services at Landspitali have of telework during Covid-19?“ Other questions concern how their telework has worked out, if their digital competence has increased, what kind of support was available from employer and possible influence of telework on job satisfaction. Mixed research method was used, with a questionnaire and semi-structured interviews. For the questionnaire a convenience sample was used, offering all employees using the Workplace group for mental health services to take part. 50 employees responded and thereof 31 said they had worked remotely during Covid-19, or roughly 60%. The sample for participants in interviews was a purposive sample. Interviews were taken with 8 employees in various positions based on their experience from telework both with co-workers and patients.
Most participants described a positive experience during telework and wished to continue it in some way. Most participants also felt they had learned something new from their increased telework. Digital competence was estimated significantly higher during participation in research than at the beginning of telework. Participants described their support from workplace differently and dissimilar influence of telework on their wellbeing and job satisfaction. Results suggest that both informal and self-directed learning took place for most participants during their telework. They also suggest that telework at Landspitali is here to stay, especially related to telehealth. Theme analysis was used on interview results and open questions in questionnaire. Five main themes emerged; 1) technical difficulties, 2) lack of social interaction and distant connections to people during online meetings, 3) difficulties with separating work and home while working from home, 4) flexibility in remote work can save time and help more people take part in meetings, and 5) telework calls for adaptability, organizational skills and solution orientation. Reliability analysis was a bit challenging due to few participants but there seemed to be good accordance between responses of participants in questionnaire and interviews. The questionnaire showed good validity as expected, considering that a lot of employees were working remotely while responses were collected from October 2021 until March 2022. More research is recommended in the area of mental health services, relating to both telework and adult education.
Terms: Telework, adult education, Covid-19, mental health services, telehealth, digital competence.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Anna Gudrun Sigurdardottir - M.A. verkefni lokaskil.pdf | 1.26 MB | Open | Complete Text | View/Open | |
2022_Skemman_yfirlysing - AnnaGSigurdardottir.pdf | 231.7 kB | Locked | Declaration of Access |