Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42927
Verkefni þetta byggir á rannsókn sem framkvæmd var á nýsköpunarverkefninu Beyond #MeToo: Youth workers, young people and the wider community making a positive change around GBV. Það er stórt nýsköpunarverkefni, styrkt af Erasmus+, og snýst um að efla forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi með því að vinna með og efla starfsfólk í ungmennastarfi. Ein afurð nýsköpunarverkefnisins er flokkur námskeiða um forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi fyrir starfsmenn félagsmiðstöðva sem verður hér tekin til gagngerrar skoðunar. Fjallað er um árangur námskeiðanna annars vegar með greiningu á fyrirliggjandi gögnum tengdum nýsköpunarverkefninu, þar á meðal námskeiðin sjálf, ásamt viðtali við verkefnastjóra þess. Hins vegar verður upplifun þátttakenda námskeiðanna dregin fram með viðtölum og greind. Rannsóknin er eigindleg og notast er við innihaldsgreiningu í öllum þáttum til þess að greina efnið og draga fram niðurstöður.
Niðurstöður benda til þess að vel hafi tekist til með nýsköpunarverkefnið og að afurðin skili því sem hún á að skila, þó enn megi betrumbæta hana til að efla gagnsemi hennar enn frekar. Þeim markmiðum með námskeiðunum, sem hægt var að meta, var náð. Það birtist meðal annars í auknu öryggi og færni starfsmanna við forvarnarstarf sem allir þátttakendur lýstu. Þeir nýttu sér lærðar aðferðir þó mismikið og lögðu áherslu á þörf fyrir aukið utanumhald og stuðning í lærdómsferlinu sem og enn frekari fræðslu. Helmingur þátttakenda urðu varir við breytingu á viðhorfum meðal ungmenna á sínum starfsstað sem rennir stoðum undir árangur nýsköpunarinnar. Niðurstöður nýtast til þess að meta og mögulega betrumbæta námskeiðin sem áætlað er að nýta áfram og gera aðgengileg sem flestum sem framlag í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi.
The subject of this thesis is a study of the innovation project Beyond #MeToo: Youth workers, young people and the wider community making a positive change around GBV. It is a major innovation project, funded by Erasmus+, that aims to strengthen preventative actions against gender-based violence by working with and empowering staff in youth work. One of the project’s products is a set of courses on gender-based violence prevention aimed at youth center employees which are a primary focus of this study. Their efficacy is discussed, on the one hand by analyzing pre-existing data on the innovation project, including the courses themselves, along with an interview with the project manager. On the other hand, the course participants’ experiences will be gathered through interviews and analyzed. The study is qualitative and content analysis is applied to analyze materials and render conclusions on all the explored aspects of the project and courses.
The results indicate that the project was largely successful in realizing the potential of the product, with some potential avenues for even further improvement of its utility. The stated goals of the courses that could be meaningfully measured were met. An expression of this being that all participants of the study described their increased confidence and capability in carrying out preventative actions. The participants did express varying degrees of propensity towards the course-taught methods and emphasized the need for more guidance and support in the learning process as well as further training. Half of the participants noted a positive change in attitude among youths in their centers which is indicative of the success of the innovation. The results will be used to evaluate and possibly improve upon the courses, which are set to be continually utilized and made available to a wider audience as a contribution to the continued struggle against gender-based violence.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meistaraverkefni.Audur.Yr.Sigurthorsdottir.pdf | 1,06 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
2022_Skemman_yfirlysing.pdf | 357,99 kB | Lokaður | Yfirlýsing |