is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42929

Titill: 
  • Hitt Húsið : virkninámskeiðin : „Að komast yfir óöryggið á eigin hæfileikum“
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er rannsókn á árangri virkninámskeiðanna hjá Atvinnudeild Hins Hússins sem ungt fólk án atvinnu sækir. Hitt Húsið í heild nýtir sér aðferðafræði reynslumiðaðs náms sem er kennd á þessum námskeiðum. Í ritgerðinni verður skyggnst inn í sögu Hins Hússins, hvernig það varð til og hverjar eru helstu fyrirmyndir þess. Ásamt því að skoða starfsemi hússins í dag. Farið verður í helstu hugtök hugmyndafræða og aðferðafræði sem Hitt Húsið styðst við, svo sem breytingasvæðin, námshring Kolbs og hópastarf Sjölunds. Ástæða þótti að kanna árangur námskeiðanna, þá sérstaklega þann hluta námskeiðanna þar sem þátttakendur fara í gegnum reynslumiðað nám. Rannsóknin er tvíþætt, annars vegar er um megindlega aðferðafræði að ræða og hins vegar eigindlega. Spurningalisti var sendur út á þá aðila sem kláruðu virkninámskeiðin á árunum 2018-2020. Spurt var um viðhorf þátttakenda til reynslumiðaðs náms í opnum spurningum í fyrri hlutanum en í þeim seinni var notast við lokaðar spurninga. Helstu niðurstöður eru þær að 79,9% þátttakenda sem tóku þátt í virkninámskeiðunum eru enn í virkni í dag.

Samþykkt: 
  • 25.10.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42929


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hitt-Húsið-Virkninámskeiðin.pdf1.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf206.35 kBLokaðurYfirlýsingPDF