is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42932

Titill: 
  • "Lífið er svo miklu meira en bara skólabókmenntir" : raddir nemenda um eigin velfarnað í skólastarfi.
  • Titill er á ensku "Life is so much more than just schoolbooks" : student voices on their well-being at school
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Heilbrigði og velferð er einn af grunnþáttum menntunar og er það meðal annars hlutverk skóla að rækta félagslegt uppeldi og tilfinningaþroska barna og unglinga. Jákvæð menntun er skilgreind sem menntun sem eykur bæði velferð og námsfærni nemenda. Hún felur í sér að kenna börnum færni til að auka vellíðan og hamingju til viðbótar við að ná árangri í hefðbundnum kennslugreinum. Jákvæð menntun miðar að því að efla velferð allra í skólasamfélaginu. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvaða hugmyndir ungmenni hafa um þá þætti sem stuðla að velfarnaði þeirra í skólastarfi og hvaða þætti velfarnaðar þeim finnst að skólakerfið ætti að leggja enn meiri rækt við en það gerir nú. Í þeim tilgangi var kenniramminn EPOCH meðal annars notaður en Kern og félagar tóku saman fimm helstu þætti sem þau telja mikilvæga börnum og ungmennum svo þau upplifi velfarnað. Þessir fimm þættir eru áhugi og innlifun, þrautseigja, bjartsýni, félagsleg tengsl og hamingja. Í rannsókninni var skoðað hvernig þessir þættir sem og aðrir birtast í hugmyndum ungmennanna. Tekin voru sex hálfopin vinahópaviðtöl við samtals nítján nemendur í áttunda, níunda og tíunda bekk. Gögnin voru þemagreind og er niðurstaðan sú að allir þættir EPOCH birtust í svörum viðmælenda. Því er EPOCH gagnlegur kennirammi til að ná utan um mikilvæga þætti velfarnaðar ungmenna. Hann nær þó ekki fyllilega utan um alla þætti velfarnaðar í þessari rannsókn. Til viðbótar var þátturinn að finna merkingu og tilgang áberandi í hugmyndum ungmennanna. Loks birtust í gögnunum ýmsir þættir lífsfærni sem þau töldu að skólakerfið ætti að leggja enn meiri rækt við en nú er gert, þar sem slík færni stuðlar að velfarnaði þeirra. Þeir EPOCH þættir sem voru mest áberandi í gögnunum voru áhugi og innlifun og félagsleg tengsl. Styður það við niðurstöður rannsókna Kern og félaga um mikilvægi þess að fást við viðfangsefni af innri áhugahvöt og að mæta þörfinni fyrir að tilheyra. Í skólastarfi er mikilvægt að hlúa vel að öllum þessum þáttum. Jákvæð menntun sem snýr að því að byggja upp persónuþroska og þar með velfarnað nemenda ásamt því að efla námsárangur er nokkuð sem skólar geta litið til og komið þannig til móts við grunnþátt Aðalnámskrár um heilbrigði og velferð.

  • Útdráttur er á ensku

    Health and well-being are among the foundational aspects of education. The school has a role in cultivating social development and emotional maturity in children and adolescents. Positive education, education that increases both the well-being and learning ability of students, involves teaching ways to enhance well-being and happiness in addition to achievement in traditional subjects. Positive education aims to increase the well-being of all school-community members. The goal of this research was to examine young people's ideas about factors that encourage well-being at school and which aspects of well-being they believe the school system should emphasize to a greater extent than it does now. The EPOCH theoretical framework is appropriate for this purpose. Kern et al. compiled the five primary factors they consider of importance to children and adolescents so that they experience well-being. These five factors are engagement, perseverance, optimism, connectedness, and happiness. The research examines how these factors, as well as others, present themselves in young people's minds. Six semi-structured friend-group interviews with nineteen students in eighth, ninth, and tenth grades provided the data. The data were classified and showed that all the factors of EPOCH emerged in the adolescents' answers. EPOCH, therefore, proves to be effective in encompassing influential aspects of the well-being of youth. However, it does not include all the components of well-being in this research. In addition, finding meaning and purpose was conspicuous in the adolescents' minds. Finally, the data indicated several life skills they believed the school system should cultivate to a greater extent, as those skills enhance their well-being. The EPOCH factors featuring most prominently in the data: engagement and connectedness, support the results of Kern et al. regarding the importance of engaging in tasks based on intrinsic motivation and meeting the need to belong. Cultivating all these factors in education is highly valuable. Schools can utilize positive education which develops personal maturity, and thereby the well-being of students, and increases academic achievement, to cultivate health and well-being, a fundamental pillar of the national curriculum.

Samþykkt: 
  • 25.10.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42932


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elva Rún Klausen MA verkefni Skemman.pdf686.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2022_Skemman_yfirlysing.pdf211.81 kBLokaðurYfirlýsingPDF