Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/42933
Þessi ritgerð er skrifuð sem lokaritgerð til B.Ed-prófs við grunnskólakennslu með áherslu á íslensku. Í gegnum tíðina hafa Íslendingar barist gegn erlendum máláhrifum sem hafa haft áhrif á íslenskt mál og þjóðfélag. Vegna hnattvæðingar og tæknibyltingar hefur enskunotkun aukist gríðarlega hér á landi. Rannsóknir hafa sýnt að viðhorf Íslendinga til íslensku og ensku er almennt jákvætt. Markmið þessarar ritgerðar er að draga saman helstu rannsóknir um þær breytingar sem hafa orðið á íslensku málsambýli sökum tæknibyltingar með áherslu á aukna enskunotkun. Áhersla verður lögð á viðhorf barna- og unglinga á Íslandi til íslensku og ensku og þeim málfarslegu breytingum sem hafa orðið á tungumálinu undanfarin ár.
Notast var við megindlega rannsóknaraðferð í formi vefkönnunar. Rannsóknin leiddi í ljós að viðhorf viðmælendanna til íslensku og ensku er almennt jákvætt. Viðmælendurnir virðast flestir hafa meira gaman af enskukennslu en íslenskukennslu í skóla. Þeim finnst þó öllum mikilvægt að vernda íslenskuna og meirihlutinn telur það mikilvægt að tala viðurkennda íslensku. Drög að spurningalista sem var lagður fyrir í vefkönnuninni fylgja sem viðauki við ritgerðina.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
evahlin_b.ed.pdf | 457.07 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
Yfirlýsing.pdf | 94.88 kB | Locked | Declaration of Access |