is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42937

Titill: 
 • Líðan barna í grunnskólum á Íslandi : kerfisbundin samantekt
 • Titill er á ensku Icelandic elementary school children's well-being : a systematic review
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Skólinn gegnir mikilvægu hlutverki við mótun líðanar, sjálfsmyndar og hegðunar nemenda og fjöldi rannsókna hefur sýnt að hafa megi langvarandi áhrif á farsæld barna og ungmenna með markvissu og árangursríku skólastarfi. Talið er að um 20% barna og ungmenna um allan heim séu með geðraskanir, þar af eru kvíðaraskanir einna algengastar. Kvíði getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir líf og heilsu fólks fram á fullorðinsár ef ekki er gripið inn í með viðeigandi hætti. Lyndisraskanir geta, líkt og kvíðaraskanir, haft varanleg mótandi áhrif á líf einstaklinga en þrátt fyrir neikvæðar afleiðingar fær innan við fjórðungur barna sem eiga við vanda á þessu sviði viðeigandi stuðning eða meðferð. Markmið þessa verkefnis er því að draga saman niðurstöður rannsókna undanfarins áratugar á líðan grunnskólanemenda á Íslandi með kerfisbundinni samantekt (e. systematic review), meta styrkleika þeirra, takmarkanir og þýðingu fyrir íslenskt skólasamfélag. Með líðan er, í þessari rannsókn, horft til mats barna og ungmenna á eigin tilfinningum (s.s. kvíða, depurð o.fl.), lífsánægju (e. life satisfaction), lífsgæðum (e. quality of life) og félagslegum tengslum. Gögnum var safnað í gegnum gagnagrunna Google Scholar, Proquest og PubMed þar sem alls 10 rannsóknir uppfylltu þau skilyrði sem sett voru fram. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að þættirnir sem virðast hafa einna sterkustu tengslin við líðan barna á grunnskólaaldri eru félagsleg tengsl, fjárhagsstaða fjölskyldunnar og að upplifa sig ekki tilheyra í skólasamfélaginu. Þá eru þeir nemendur sem tilheyra minnihlutahópum, svo sem börn af erlendum uppruna og þau sem eru kynsegin, einnig líklegri en aðrir til að greina frá andlegri vanlíðan. Rætt er um takmarkanir þessarar samantektar og ljósi varpað á þýðingu niðurstaðna hennar fyrir næstu skref í rannsóknum og á vettvangi skóla.

 • Útdráttur er á ensku

  Schools play an important role in children's well-being, self-image, and behaviour. Numerous studies have shown that it's possible to have a long-term effect on the success of children and youth through purposeful and effective school practices. It is estimated that around 20% of children and adolescents struggle with mental health disorders, of which anxiety disorders are the most common. Anxiety may have severe consequences into adulthood if left untreated. Similarly, mood disorders tend to affect the lives of individuals negatively.
  Despite the effects, less than a quarter of children who struggle with these disorders receive appropriate support or treatment. This thesis aims to summarize the research results over the past decade on the well-being of primary school students in Iceland by conducting a systematic review of extant studies, including their strengths, limitations, and significance for the Icelandic school community. Here, well-being is defined as the youth’s assessment of their feelings and emotions (e.g., anxiety, sadness, etc.), life satisfaction, quality of life, and social relationships. Data was collected through the Google Scholar, ProQuest, and PubMed databases, where 10 studies met pre-determined inclusion criteria. The main findings revealed several factors that are strongly associated with the well-being of youth, including social relationships, family socioeconomic status, and school connectedness/belonging. Also, students who belong to minority groups, such as children of foreign origin and genderqueer/non-binary youth, are also more likely than others to report mental distress. Limitations of the current review, as well as implications for future research and practice, are discussed.

Samþykkt: 
 • 25.10.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/42937


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Med_HHL_lokaskil.pdf646.86 kBLokaður til...01.09.2027HeildartextiPDF
2022_Skemman_yfirlysing_HHL.pdf347.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF