is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42940

Titill: 
  • Börnin í veggjunum : um rými barna í leikskólum
  • Titill er á ensku The children in the walls : on children’s space in preschools
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Mönnunarvandi í leikskólum er vel þekktur. Undanfarin misseri hefur heyrst frá leikskólakennurum og talsmönnum þeirra að vandamál leikskólans felist ekki síst í því að í leikskólum séu of mörg börn í of litlu rými í of langan tíma. Tilgangur rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvaða leikrými börn hafa í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu og hvernig það er. Meginrannsóknarspurningin er tvíþætt: Hvaða rými hafa börn í leikskólum og hvernig er það? Undirspurningar eru: Hversu marga fermetra hafa börn í leikrými? Hvernig er rýmið notað? Er notkun rýmisins kynjuð? Með rými er átt við leikrýmið sem börn hafa að jafnaði innandyra í leikskólanum, það er rýmið innan deildarinnar þeirra.
    Gögnum var safnað með mælingum á rými 38 leikskóladeilda í 30 leikskólum í þremur fjölmennustu sveitarfélögunum á Íslandi. Rýmin voru ljósmynduð og tekin voru viðtöl við deildarstjóra í þriðjungi skólanna sem mældir voru. Gögnin voru greind með megindlegum og eigindlegum aðferðum.
    Rými hvers barns var að jafnaði 2,4 m2 en 1,3 m2 þegar rýmið sem starfsmönnum ber hefur verið dregið frá rými barnanna. Kennurunum fannst rýmið of lítið og töldu að það skapaðist hávaði og álag af þeim sökum og mikil orka færi í að reyna að hólfa rýmið niður til að skipta barnahópunum upp. Deildarstjórarnir upplifðu jafnframt valdaleysi því að þeim fannst að fjarlægir ráðamenn, sem ekki hlustuðu, réðu. Ljósmyndirnar benda einnig til að rýmið sé lítið. Ekki voru skýr merki um kynjaða notkun rýmisins í gögnunum.
    Rými barnanna telst of lítið á öllum mælikvörðum. Ástæða er til að hafa áhyggjur af börnunum í þessum aðstæðum þar sem möguleikar til náms og framsækins skólastarfs eru verulega skertir. Þessar aðstæður fara jafnframt á svig við löggjöf um velferð og vernd barna. Leikskólabörn eru komin í þessa stöðu vegna fjölgunar í leikskólunum, án þess að nægileg innviðauppbygging hafi átt sér stað.

  • Útdráttur er á ensku

    The problem of staffing preschools is well known. In recent months and years preschool teachers and their representatives have expressed concerns that the problems faced by preschools consist not least in too many children being confined in too small spaces for too long a time. The object of the research is to shed light on the amount and features of space that children have for play in preschools in the metropolitan area of the capital. The principal research question is in two parts: How much and what kind of space do children have in preschools? Sub-questions are: How many square metres of play space do children have? How is the space used? Is the use of the space genderised? Space refers to the space that children normally have indoors in preschools, i.e. the space in their respective departments.
    Data was collected by means of space measurements in 38 playschool departments in 30 playschools in three of the most populous municipalities in Iceland. The spaces were photographed and interviews were conducted with heads of department in a third of the schools measured. The data were analysed using quantitative and qualitative methods.
    The space available to each child was on average 2.4 m2, or 1.3 m2 when the space allotted to staff was subtracted from the space available to the children. The teachers felt the space was too small and that this resulted in noise and stress and a great deal of energy being used in attempting to compartmentalise the space to divide the children into groups. The department heads also experienced a sense of powerlessness, feeling that the powers of decision-making were held by distant authorities who did not listen. The photographs taken also indicate that space is limited. There were no clear indications of genderised use of space in the data.
    The space allotted to children was too small by all measures. These circumstances of the children, and the resulting restrictions on the possibility of learning and progressive schoolwork are a cause for worry. These circumstances are also in contravention of legislation on the welfare and protection of children. Children in playschools find themselves in this situation as a result of the growth in the number of children in the schools and insufficient development of adequate infrastructure to cope with the problem.

Styrktaraðili: 
  • Rannsóknarsjóður Kennarasambands Íslands styrkti rannsóknina.
Samþykkt: 
  • 25.10.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42940


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hörður Svavarsson_MA40_Börnin í veggjunum - Um rými barna í leikskólum.pdf3.84 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Doc - 19 Oct 2023 - 10-28.pdf133.01 kBLokaðurYfirlýsingPDF