Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42941
Þessi greinagerð fylgir barnabókinni Fallegasti stóll í heimi sem er ætluð sem kennslugagn í sjálfbærnimenntun fyrir leikskólabörn á aldrinum þriggja til sex ára. Sagan fjallar um einn af þáttum sjálfbærnimenntunar sem er endurnýting hluta. Söguhetjan, sem er fimm ára stúlka, finnur fallegan gamlan stól sem hún vill gera upp og endurnýta. En áður en hún fær að kaupa stólinn þarf hún að sannfæra foreldra sína um ágæti hans því í þeirra augum er hann bæði gamall og ljótur. Greinagerðin hefst með umfjöllun um sjálfbærni og sjálfbæra þróun, og hvers vegna sjálfbærnimenntun á fyrsta skólastigi er talin mikilvægt skref í átt að sjálfbærri jörð. Einnig er fjallað um náttúru- og umhverfislæsi og mikilvægi þess að kennarar séu meðvitaðir um náttúruna og verndun hennar, eigi sjálfbærnimenntun að skila árangri. Fjallað er um sjálfbærnimenntun, einn af grunnþáttum menntunnar, í aðalnámskrá leikskóla og skoðað hvort, og þá hvernig, sjálfbærni kemur fyrir í skólanámskrám leikskóla á Íslandi. Skoðað er hvernig hugmyndavinnu og ákvarðanatöku í leikskólum er háttað með tilliti til þátttöku barna. Þar á eftir er fjallað um barnabækur og hlutverk þeirra í námi barna, ásamt því sem fræðimenn telja einkenna góða barnabók. Að lokum er fjallað um samspil mynda og texta í barnabókum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Fallegasti stóll í heimi Greinagerð með barnabók.pdf | 465,98 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Barnabókin Fallegasti stóll í heimi.pdf | 3,95 MB | Lokaður til...01.12.2026 | Barnabók | ||
yfirlýsing_JO.pdf | 212,32 kB | Lokaður | Yfirlýsing |