is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42945

Titill: 
 • "Við sættum okkur ekki við ofbeldi" : reynsla stjórnenda í grunnskólum Reykjavíkur
 • Titill er á ensku “We don‘t accept violence” : experience of administrators in Reykjavík
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Niðurstöður rannsókna á erlendum vettvangi sýna að börn beita ofbeldi vegna vanlíðunar, geðrænna erfiðleika, skorts á viðeigandi bjargráðum, samskiptahæfni og fleiri þátta. Miklu skiptir að grunnskólinn hlúi vel að námi og velferð barna. Kennarar, starfsfólk skóla og stjórnendur bera því mikla ábyrgð þegar kemur að því að koma til móts við þarfir nemenda og hjálpa þeim að þroskast við öruggar aðstæður. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á reynslu stjórnenda af nemendum sem beita ofbeldi í skólastarfi og hvaða verkfæri stjórnendur skólanna hafa til að leysa slík mál. Efninu verða gerð skil með fræðilegri umfjöllun um ofbeldi nemenda, skólamenningu, starfsumhverfi skólanna og eigindlegri rannsókn á reynslu skóla¬stjórnenda gagnvart málefninu. Rannsóknin byggir á sex viðtölum við stjórnendur í grunnskólum í Reykjavík sem valdir voru með tilgangsúrtaki. Stuðst var við aðferðir túlkandi fyrirbærafræðilegrar greiningar við greiningu rannsóknargagnanna, með það að markmiði að reynsla þátttakenda fengi að hljóma sem best í framsetningu niðurstaðna.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að stjórnendur upplifðu aukningu ofbeldis og alvarlegri birtingarmyndir samhliða ákveðnu úrræðaleysi. Fram kom að þeir upplifðu sig stundum óörugga og vonlitla í krefjandi aðstæðum með nemendum. Stjórnendur sögðu erfiðleika nemenda sem beita ofbeldi margþætta og að þörf væri fyrir heildrænan stuðning og lausnir. Stjórnendur töldu að það skorti miðstýrða verkferla, viðbragðsáætlanir, markvissari skráningu og öflugri fræðslu fyrir aðila skólasamfélagsins. Þeir upplifðu að starfsumhverfi skóla væri að ýmsu leyti ófullnægjandi, umræða á samfélagsmiðlum óvægin og flókið ferli að vinna úr grófum ofbeldismálum. Niðurstöðurnar varpa ljósi á mikilvægi þess að ofbeldi innan veggja skóla sé tekið föstum tökum, að faglegur stuðningur sé aukinn sem og mun markvissari aðkoma skólayfirvalda og annarra opinberra stofnana að málefnum nemenda sem beita ofbeldi. Niðurstöðurnar vekja upp áleitnar spurningar um ofbeldi nemenda og hvaða verkfæri stjórnendur hafa til að leysa slík mál.

 • Útdráttur er á ensku

  Studies from other countries indicate that children show violent behaviour due to unhappiness, psychological issues, lack of communication skills and lack of proper assistance among other factors. It is important that the elementary school supports and cares for students‘ education and wellbeing. Teachers, school staff and administrators have a great responsibility to try to accommodate students‘ needs and help them develop in a secure environment. The aim of this study was to examine administrators‘ roles and experiences in the process of supporting students who show violent behavior at school. The subject will be analyzed with an academic discussion of studies on school violence, school culture and working environment and a qualitative study on their (administrators) experiences and perceptions on the issue. Interviews were taken with six experienced administrators chosen by purposive sampling. The data was analyzed using the methods of interpretative phenomenology in order to best portray their views and practices in the results of the study.
  The results indicate that administrators feel that there is an increase in violence and more serious manifestations along with a certain helplessness. Also that they sometimes feel insecure and in despair in demanding circumstances with students. Administrators say those who show violent behavior face numerous challenges and there is a need for comprehensive support and solutions. It is the opinion of the administrators that there needs to be centralized processes, contingency plans, clearer documentation of cases and more effective guidance for the school community. They feel that the environment in schools in many ways is inadequate, that exchanges on social media can be harsh and that it is a complicated process to deal with serious violent behavior. The findings illustrate the importance of dealing robustly with violent behavior in school, that professional assistance be increased and more focused involvement of school board and other institutions in cases where students show violent behaviour. The findings pose serious questions regarding students who show violent behaviour and the means that are available to administrators to deal with such issues.

Samþykkt: 
 • 25.10.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/42945


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Soffía Ámunda - Lokaritgerd október2022 - skemman.pdf968.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing - Soffía Ámunda.pdf362.1 kBLokaðurYfirlýsingPDF