is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42948

Titill: 
  • ,,Svona er bara skólinn minn" : þáttaskil í skólastarfi 5 og 6 ára barna í samþættum leik- og grunnskóla
  • Titill er á ensku "This is just how my school is" : transition in education for 5 & 6 year old children in an integrated preschool and primary school
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkefnið fjallar um rannsókn á þáttaskilum í lífi barna og foreldra þeirra í samþættum leik-og grunnskóla, Krikaskóla í Mosfellsbæ. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á upplifun og reynslu barna og foreldra þeirra af þáttaskilum sem eiga sér stað við skil leik – og grunnskólastigs innan stofnunarinnar í þeim tilgangi að nýta sjónarhorn þeirra til að þróa og bæta starfið enn frekar. Reynt er að rýna á dýptina og fá fram upplifun þátttakenda af þáttaskilum og í því samhengi að skoða hvort samvinna barna, sem og starfsfólks, skilaði sér í upplifunum viðkomandi á skólastarfinu. Ýmislegt hefur verið skoðað í tengslum við þáttaskil í lífi barna við skil leik – og grunnskóla, en fáar rannsóknir hér á landi hafa verið gerðar er snúa sérstaklega að þáttaskilum innan samþættra leik – og grunnskóla. Mögulega gætu aðrir lært af niðurstöðum þessarar rannsóknar og nýtt þær við skólaþróun og menntaumbætur á öðrum vettvangi. Krikaskóli í Mosfellsbæ er samþættur leik – og grunnskóli fyrir börn á aldrinum tveggja til níu ára, þar sem áhersla hefur verið lögð á samvinnu barna og teymisvinnu fagfólks. Árið 2019 var samvinna í elsta árgangi leikskólahluta og 1. bekk grunnskólahluta markvisst aukin, ásamt teymisvinnu fagfólks en fram að því höfðu þessir árgangar unnið saman að hluta til. Aðkoma rannsakanda að þeirri samvinnu varð m.a. til þess að þessi rannsókn varð að veruleika.
    Um eigindlega rannsókn var að ræða og fór gagnaöflun fram á tímabilinu október 2021 til maí 2022. Byggðist hún á einstaklingsviðtölum við börn og foreldra, auk hópviðtals við börn. Gögnin voru greind jafnóðum og fljótlega kom í ljós samhljómur í upplifunum þátttakenda sem lýstu jákvæðri reynslu sinni af þáttaskilum í samþættum leik – og grunnskóla. Mikilvægt er að rannsaka reynslu innan skólastofnunarinnar, koma henni upp á yfirborðið og nýta til endurmats. Samvinna milli skólastiga er mikilvæg í þessu tilliti og ljóst að fagfólk þarf að hafa traust og trú til frekara samtals og samvinnu börnum landsins til hagsbóta.

  • Útdráttur er á ensku

    This study explores the transition in the lives of children and their parents in an integrated preschool and primary school, Krikaskóli in Mosfellsbær. The aim of the study is to shed a light on the experience of children and their parents on the transition from preschool to primary school within the same school institution, with the purpose of using their perspective to develop and improve school practices (teaching and learning) even further. An attempt is made to analyze the experience of the transition and examine if collaboration between children, and between members of the faculty, plays a part in the experience. Various studies have been conducted on the transition from preschool to primary school in Iceland, but there are few on the transition within an integrated preschool and primary school. The results of this study are possibly useful for school development and educational improvement in other fields.
    Krikaskóli is an integrated preschool and primary school for children from 2 to 9 years old, where the focus has been on collaboration and teamwork for both children and faculty since the school was established in 2008. In 2019, a change was made for the following school year, and collaboration between the oldest class of the kindergarten and the youngest class of the primary section was increased. Up to this time, the two classes had collaborated to a partial degree. The research is based on qualitative methods and the collection of data took place in the period of October 2021 to May 2022. It was based on individual interviews with children and parents, as well as group interviews with children. The data was analyzed simultaneously and early on it was apparent that children and parents unanimously agreed that the transition in the integrated school had been a positive experience. It is important to explore school experience, bring it to the surface and reassess it. Collaboration between school levels is important in this respect, and faculty must be trusted to engage in discourse and collaboration to make the transition as pleasant as possible for everyone involved, especially the children.

Samþykkt: 
  • 25.10.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42948


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2022_Skemman_yfirlysing_Svava_Bjork_Asgeirsd.pdf210.18 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Svava_Bjork_Asgeirsdottir.pdf957.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna