Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42949
Á unglingsárum eykst þörf unglinga fyrir sjálfstæði frá foreldrum sínum og þeir takast á við breytingar en þetta getur reynt á samskipti foreldra og barna. Rannsóknir sýna að mæður verja meiri tíma með börnum sínum og tengjast þeim nánari böndum en feður gera. Hér á landi hefur verið lítið um framboð á foreldrafræðslu fyrir foreldra eldri barna, aðallega einskorðast fræðslan við afmörkuð viðfangsefni sem foreldrar takast á við í uppeldinu en minna um almenna foreldrafræðslu.
Þessi rannsókn er hluti af stærra rannsóknarverkefni sem ber heitið Foreldrafræðsla á Íslandi: Hver er þörfin? og Hrund Þórarins Ingudóttir stýrir og leiðir. Í þessari rannsókn er leitast eftir sjónarhorni mæðra 13–16 ára barna og eru rannsóknarspurningarnar tvær:
1. Hverjar eru helstu áskoranir í uppeldi að mati mæðra 13–16 ára barna?
2. Hvernig meta þær þörf á foreldrafræðslu og stuðningi í uppeldishlutverkinu?
a. Hvaða viðfangsefni telja þær að þurfi að vera í slíkri fræðslu?
b. Hvernig telja þær að slíkri fræðslu og stuðningi ætti að vera háttað svo hún geti nýst þeim sem best?
Notast var við megindlegar rannsóknaraðferðir í formi spurningalista. Listinn var lagður fyrir mæður 13–16 ára barna í 24 grunnskólum landsins sem voru valdir með slembiúrtaki. Skólarnir voru bæði á höfuðborgarsvæðinu (11) og landsbyggðinni (13). Alls bárust 802 svör frá mæðrum og stjúpmæðrum.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að flestar mæður (78%) upplifðu sig öruggar í foreldrahlutverkinu en á sama tíma vill meirihluti mæðra (76%) fá aukið framboð á faglegri uppeldisfræðslu. Mikill meirihluti mæðra (78%) taldi að helsta áskorunin við að ala upp 13–16 ára börn væri fólgin í því hvernig börn umgangast samfélagsmiðla og í tölvunotkun barna. Rúmlega helmingur mæðra taldi þörf á aukinni fræðslu varðandi skjánotkun barna sinna. Mæðurnar (46%) töldu einnig samskipti og samveru foreldris og barns vera áskorun í uppeldinu og helmingur mæðra taldi þörf á aukinni fræðslu og stuðningi varðandi góð samskipti á milli foreldris og barns. Mikill meirihluti (74%) mæðra vildi fá aukna fræðslu og stuðning varðandi andlega líðan barna og helmingurinn taldi líðan barna sinna vera áskorun í uppeldinu. Það kom skýrt fram að mæður vildu helst hafa aðgengi að foreldrafræðslu í gegnum skóla barnanna. Niðurstöðurnar ættu að nýtast foreldrum, börnum og þeim fagaðilum sem starfa með þeim.
During adolescence the parental role differs from when the children are younger. Adolescents seek more independence and experience changes which may result in parents facing various challenges. Studies show that mothers often spend more time with their adoelscent children than fathers do and therefore have a closer relationship with them. There has not been much parental education available in Iceland for parents of older children. The education is mostly limited to the issues parents face in parenting rather than general education for parents. This study is a part of larger research project called Parent education in Iceland: What is the requirement? led and conducted by Hrund Þórarins Ingudóttir. This study seeks the perspectives of mothers of 13–16 year old children and the two research questions are:
1. What are the main challenges in the upbringing of 13–16 year old children according to mothers?
2. How do mothers estimate the need for parental education and support in the parenting role?
a. Which areas of the parental role should such educational programs cover?
b. What are their opinions on how such education and support should be conducted so that it can benefit mothers best?
Quantitative research methods in the form of questionnaires were used. The questionnaire was sent out to a random sample of mothers of 13–16-year old children in 24 elementary schools in Iceland. The schools were both in the capital region (11) and in rural areas (13). A total of 802 mothers and stepmothers answered the questionnaire.
The main results of the research were that the most mothers (78%) felt secure in their roles as parents but at the same time most of the mothers (76%) wanted more parental education courses conducted by professional to be available. The vast majority of mothers (78%) thought the main challenge when it comes to raising 13–16-year old childen was related to social media and the use of computers and more than half of the mothers (56%) felt that more education on their children‘s screen time was needed. Some mothers (46%) felt that it was a challenge to communicate and spend time with their adolescent children. Half of the mothers felt they needed more education and support when it comes to good communication between a parent and a child. The vast majority of mothers (74%) wanted more education and support when it comes to the mental wellbeing of children, half of the mothers felt that subcject to be a challenge in parenting. It was clear that mothers would prefer to have access to parental education through their children's schools. The results should be of use for parents, children and professionals working with them.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA_TinnaÓsk-lokaeintak.pdf | 767.11 kB | Lokaður til...01.01.2030 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing_TinnaÓsk.pdf | 54.51 kB | Lokaður | Yfirlýsing |