is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4295

Titill: 
  • Breyttar áherslur í mannauðsstjórnun með innleiðingu gæðakerfis hjá ÍAV
Titill: 
  • Changes in HRM with the implementation of Quality Control System at ÍAV
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangurinn með þessu lokaverkefni er tvíþættur. Annars vegar að sýna fram á með raundæmi hvernig mannauðsstjórnun hjá ÍAV hefur breyst með tilkomu gæðakerfis. Hins vegar að skoða hvort menning og gildi ÍAV styðja við innleiðingu gæðakerfis. Fræðileg umfjöllun er sótt í mannauðsstjórnun og gæðastjórnun.
    Gögn sem til voru hjá ÍAV eru notuð til að sýna fram á hvernig mannauðstjórnun ÍAV hefur breyst með tilkomu gæðakerfisins. Aðferðafræði rannsóknarinnar er bæði eigindlegs og megindlegs eðlis. Gerð var eigindleg könnun og viðtöl tekin við átta stjórnendur á verkstöðum ÍAV. Leitast var við að fá fram viðhorf þeirra til gæðakerfisins og innleiðingarinnar á því. Einnig var spurt út í breytingar sem innleiðing innri vefsins, Spora, hafði í för með sér en vefurinn er mikilvægur hlekkur í því að koma gæðakerfinu til skila til starfsmanna. Megindleg könnun var síðan gerð til að styðja við niðurstöður úr viðtalsrannsókn. Þýðið voru allir starfsmenn ÍAV en úrtakið voru þeir starfsmenn sem höfðu skráð netfang í gagnagrunn ÍAV. Spurt var um notkun á Spora og gæðakerfinu auk þess sem viðhorf starfsmanna til gæðakerfisins vöru könnuð.
    Niðurstöður úr raundæmisrannsókn leiða í ljós að mannauðsstjórnun hjá ÍAV hefur breyst verulega frá því sem áður var með tilkomu gæðakerfisins. Niðurstöður úr viðtalsrannsókn og spurningakönnun leiða í ljós að með því að kynna vefinn Spora til sögunnar hefur upplýsingaflæði til starfsmanna aukist verulega og að mikill meirihluti starfsmanna er jákvæður í garð vefsins. Meirihluti starfsmanna er einnig jákvæður í garð gæðakerfisins. Menning og gildi ÍAV styðja við ISO vottað gæðakerfi en kynningu á gæðakerfinu hefði mátt bæta hjá starfsmönnum á verkstöðum ÍAV sem og meðal stjórnenda verkstaða ÍAV.

Samþykkt: 
  • 13.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4295


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
rnun_DV_fixed[1].pdf1.63 MBLokaðurHeildartextiPDF