is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42950

Titill: 
  • Kulnun og áfallaþroski kennara í kjölfar kulnunar
  • Titill er á ensku Teachers post-traumatic growth after burnout
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á upplifun og reynslu grunnskólakennara af kulnun. Íslensk rannsókn frá árinu 2017 sýndi fram á að 42% kennara á Íslandi mæta greiningarviðmiðum fyrir kulnun. Lítið er um rannsóknir á því hvað veldur kulnun kennara, bataferli þeirra eða hvort kennarar upplifi þroska eða vöxt í kjölfarið. Því verður leitast við að öðlast skilning á hvernig starfsumhverfi hefur áhrif á kulnun grunnskólakennaranna að þeirra eigin mati. Einnig verður skoðað hvaða þættir séu mikilvægir í bataferli kennara eftir kulnun. Loks verður leitast við að varpa ljósi á hvort og þá hvaða persónulegan lærdóm, svokallaðan áfallaþroska, kennarar draga af þeirri reynslu að hafa lent í kulnun. Rannsóknir á áfallaþroska gefa til kynna að flestir þeir sem upplifa áfallaþroska, finna fyrir breytingum á þremur sviðum: Breyttri lífssýn, tengslum við aðra og sterkari sjálfsmynd. Auk áfallaþroskafræði verður kulnun kennara skoðuð í ljósi þess hvernig starfsumhverfi kennara mætir sálrænum grunnþörfum þeirra fyrir sjálfræði, hæfni og félagstengslum. Fyrirbærafræðilegri nálgun var beitt þar sem tekin voru djúpviðtöl við sjö starfandi grunnskólakennara sem höfðu lent í kulnun og snúið aftur til kennslu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að starfsaðstæður eins og til dæmis: of mikið álag, andlegt og líkamlegt ofbeldi, skortur á félagstengslum og skortur á stuðningi á vinnustað auki líkur kennara á því að lenda í kulnun. Félagslegslegur stuðningur ásamt sjálfsfyrirgefningu spila lykilhlutverk í bataferlinu. Vísbendingar eru um að hvaða leiti kennarar upplifa grunnþörfinni fyrir félagstengsl sé fullnægt, hafi áhrif á, að hvaða leiti kennarar upplifi að grunnþörfum fyrir sjálfræði og hæfni sé fullnægt. Kennarar upplifðu allir að lífið væri á einhvern hátt betra en áður en þeir lentu í kulnun, ásamt því að hafa nýja og breytta lífssýn, sterkari sjálfsmynd og eiga í betri samböndum og samskiptum við aðra. Samfélagslega er mikilvægt að fækka kennurum sem lenda í kulnun og hægt er að draga lærdóm af niðurstöðum rannsóknarinnar til þess að bæta starfsumhverfi kennara og til þess að hjálpa þeim kennurum sem lenda í kulnun, að ná bata. Einnig að öðlast skilning á því hvernig mótlæti og áföll geta leitt til persónulegs þroska í lífi fólks.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of the study is to shed light on primary schoolteachers’ experience of burnout. An Icelandic study from 2017 showed that 42% of Icelandic primary school teachers meet the diagnostic criteria for burnout. There is little research on what causes teacher´s burnout, what contributes to their recovery process or what personal growth teachers experience from burnout. An effort will be made to gain an understanding of how the working environment affects the burnout of primary school teachers in their own opinion. It will also be examined which factors contribute to individuals recovering from burnout and being able to return to work. Finally, an effort will be made to shed light on what personal knowledge they take from that experience and can be called post traumatic growth. Research on posttraumatic growth suggests that most people who experience post-traumatic growth experience changes in three areas: a changed outlook on life, closer relationships with others, and a new identity. In addition to post-traumatic growth theories, teacher burnout will be examined in the light of how teacher´s working environment supports their basic psychological needs for autonomy, competence and relatedness. A phenomenological approach was used in which in-depth interviews were conducted with seven working elementary school teachers who had experienced burnout. All the elementary school teachers had experienced burnout and returned to work. The data was thematically analyzed and examined based on the framework of the self-determination theory. Concepts from trauma studies were also be used to analyze ideas about what lessons primary school teachers learned from their experiences. The results indicate that working conditions such as: excessive stress, mental and physical abuse, lack of social relations and lack of support at work increase the likelihood of teachers burnout. Social support and self-forgiveness is essential in the recovery process. All the teachers experienced post traumatic growth and experienced that that life was in some ways better than before they experienced burnout. It is important to reduce the number of teachers who experience burnout. We can learn from the results off the research and improve the working environment of teachers to reduce the number of teachers who experience burnout as well as to help those teachers who are experiencing burnout to recover. Also to gain an understanding of how adversity and trauma can lead to personal growth in people's lives.

Samþykkt: 
  • 25.10.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42950


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kulnun og áfallaþroski kennara í kjölfar kulnunar.pdf644.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2022_Skemman_yfirlysing.pdf334.93 kBLokaðurYfirlýsingPDF