is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42951

Titill: 
  • Ábyrgð skólameistara á öryggi nemenda og hlutverk áhættumats að auknu öryggi
  • Titill er á ensku Principal´s responsibility regarding student safety and risk assessment as a tool to increase safety
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Krafa um að vinnustaðir séu með tiltæka áætlun um öryggi og heilbrigði sem byggð er á áhættumati hefur verið í lögum um aðbúnað, hollustu og öryggi á vinnustöðum, oft kölluð Vinnuverndarlögin, síðan þau voru sett árið 1980. Að mati Vinnueftirlitsins er áhættumat starfa grunnforsendan fyrir bættu öryggi á vinnustöðum og á slíkt þá einnig við í skólastarfi. Þrátt fyrir að ákveðin óvissa ríki um öryggi nemenda og kröfur til þeirra er ekki ágreiningur um það hvort lög um vinnuvernd nái yfir skólastofnanir og starfsfólk þeirra. Ættu því allir framhaldsskólar að hafa virka áætlun um öryggi og heilbrigði sem byggð er á áhættumati en svo virðist þó ekki vera. Í gagnaöflun tengdri þessari ritgerð voru sendar fyrirspurnir til allra framhaldsskóla á Íslandi sem halda úti fullu námi námi á þriðja þrepi. Spurt var hvort skólarnir hefðu gert áhættumat fyrir starfsmenn sína og hvort sama aðferðarfræði væri notuð til að meta áhættu í störfum nemenda skólanna. Svörun var um 44% með nokkuð jafnri dreifingu milli skóla, lítilla og stórra, af landsbyggðinni eða höfuðborgarsvæðinu og bóknámsskóla eða iðn- og starfsnámskóla. Þrátt fyrir að aðeins tæplega helmingur skólanna hafi svarað erindinu gaf það samt nokkuð góða mynd af ástandinu.
    Mun fleiri verk- og starfsnámsskólar höfðu gert áhættumat fyrir bæði starfsmenn og nemendur heldur en svokallaðir bóknámsskólar. Nokkurs misskilnings gætti meðal skólana um hvað áhættumat fæli í sér og var því gjarnan ruglað saman við viðbragðsáætlanir vegna eineltis og kynferðislegs áreitis. Þá voru færri skólar sem höfðu gert áhættumat fyrir nemendur en starfsmenn enda falla nemendur í skólum ekki undir lög um aðbúnað, hollustu og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980. Sex skólar af þeim 16 sem svöruðu höfðu gert áhættumat fyrir starfsmenn en fjórir fyrir bæði starfsmenn og nemendur. Þeir skólar sem gáfu skýringu á svörum sínum nefndu að þekkingarleysi og tímaskortur hefðu hamlað gerð áhættumats innan skólans. Við mat á niðurstöðum mátti greina ákveðin tækifæri til úrbóta sem voru að miðað við það að þekkingarleysi og tímaskortur hamli gerð áhættumats þá er hægt að vinna í þekkingarleysinu með aukinni fræðslu Vinnueftirlitsins til framhaldsskólana þannig að starfsmenn og stjórnendur hafi þau verkfæri sem þarf til að vinna áhættumatið. Með betra aðgengi að upplýsingum má búast við að hægt sé að vinna á tímaskortinum enda vert að hafa í huga þær afleiðingar og það tímatap sem vinnuslys getur haft á vinnustað. Liggur það því í hendi stjórnenda á hvorum endanum þeir vilja vinna í forvörnum eða viðbrögðum.

  • Útdráttur er á ensku

    A plan for safety and health, based on risk assessment was stated in the Occupational Safetyand Health Act enacted in 1980. In the opinion of the Occupational Safety and Health Administration, occupational risk assessment is one of the basic preconditions for improved workplace safety. There is no dispute as to whether the Occupational Safety and Health Act covers school institutions and their staff. Therefore, all upper secondary schools should have an active safety and health plan based on risk assessment, but this does not seem to be the case. The data presented in this paper is based on inquiries sent to all upper secondary schools that offer study programmes with final learning
    outcomes at qualification level three as defined by the Icelandic Qualification Framework. It was asked whether the schools had made a risk assessment for their staff and whether the same methodology was used to assess the risk in the work of the schools' students. The response was about 44% with a fairly even distribution between schools, small and large, from the countryside or the capital area, and academic schools or vocational schools. Even though almost half of the schools responded to the message, it still gave a fairly good picture of the situation.
    Higher proportion of vocational schools had conducted risk assessments for both employees and students. Far fewer academic schools have done risk assessments for students or staff. Some of those who responded did not distinguish between risk assessment and contingency plans for example for bullying and sexual harassment. There were also fewer schools that had carried out a risk assessment for students, as students in schools are not included in the Occupational Safety and Health Act no. 46/1980. Six schools out of 16 that responded had done risk assessments for staff and four both for staff and students. Those who explained their responses mentioned that lack of knowledge and lack of time had hindered the implementation of risk assessments within the schools. If lack of knowledge and lack of time have hindered the preparation of risk assessments, it is possible to work with that by
    increasing the Occupational Safety and Health Administration's education for upper secondary schools so that employees and managers have the tools needed to carry out the risk assessment. With better access to information, it would be possible to reduce the lack of time effect. In this connection it is important to keep in mind the consequences and the loss of time that an accident at work can have in and on the workplace. It is therefore up to the management at which end they want to work on prevention or response.

Samþykkt: 
  • 25.10.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42951


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed. ritgerð Þröstur Þór Ólafsson..pdf1.76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.JPG3.03 MBLokaðurYfirlýsingJPG