is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42952

Titill: 
  • Framlínustjórnendur á COVID-19 tímum: Upplifun og reynsla framlínustjórnenda af stjórnun starfsmannamála á COVID-19 tímum
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessa lokaverkefnis var að kanna upplifun og reynslu framlínustjórnenda sem störfuðu við velferðarþjónustu við stjórnun starfsmannamála á tímum COVID-19 heimsfaraldursins. Tilgangurinn var á að kanna hverjar voru helstu áskoranir sem heimsfaraldurinn hafði á störf þeirra á þessu tímabili. Með áherslu á áskoranir á sviði starfsmannamála, hvaða og hvort þeir fengu þann stuðning sem þeir höfðu þörf fyrir og hvaða áhrif heimsfaraldurinn hafði á líðan þeirra. Rannsóknin byggðist á eigindlegri viðtalsrannsókn við níu framlínustjórnendur sem störfuðu hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru að framlínustjórnendur upplifðu störf sín, verkefni og ábyrgð á COVID-19 tímabilinu mjög frábrugðin og meira krefjandi miðað við fyrri störf þeirra fyrir tímabil heimsfaraldursins. Helstu ástæður þess voru að áskoranir starfsins og ábyrgðar þeirra einkenndist af stanslausum kröfum um mikla leiðtogahæfni, aðlögunarfærni og samskiptafærni. Þeir þurftu stöðugt að vera í stakk búnir til að bregðast við og framfylgja lögum um sóttvarnareglur stjórnvalda og skipuleggja starfsemin út frá þeim. Vinna þeirra fólst einnig í því að halda þjónustunni eins órofinni eins og hægt var miðað við aðstæðurnar sem þá ríktu. Aðrar áskoranir sem einkenndu störf framlínustjórnenda á þessu tímabili voru að innleiða nýja verkferla og verkefni, ásamt því að tryggja nauðsynlegan mannafla hverju sinni. Umönnunarvandi einkenndi COVID-19 tímabilið sökum forfalla starfsmanna.
    Aðrar áskoranir voru að samskiptaörðugleikar jukust hjá starfsfólki, meðal annars þar sem breyta þurfti verklagi og vinnutilhögun. Samskiptaörðugleikarnir einkenndust af félagslegum vandkvæðum, samfélagslegri einangrun, auk aukins álags meðal starfsmanna. Í viðtölum viðmælendanna var komið inn á langtímaþreytu og streitueinkenni starfsfólks og stjórnenda vegna íþyngjandi áskoranna vinnuumhverfisins. Viðmælendurnir álitu að félagslegur stuðningur við starfsfólk og stjórnendur hefði verið mikilvægur, ásamt nauðsynlegum stuðningi yfirstjórnar við framlínustjórnendum. Flestir þeirra voru ánægðir með þann stuðning og upplýsingagjöfina sem þeir fengu frá yfirstjórninni, þar sem þeir voru að fást við kreppustjórnun og hættuástand.

Samþykkt: 
  • 28.10.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42952


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásta Bjarndís Bjarnadóttir_MS_2022.pdf742,64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf297,28 kBLokaðurYfirlýsingPDF