is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42953

Titill: 
  • Meira salt! Hver voru árhif síldarstúlkna á janfréttis- og kjarabaráttu kvenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hver áhrif síldarstúlkna voru á jafnréttis- og kjarabaráttu kvenna á Íslandi. Áhersla er lögð á þær breytingar sem urðu á upphafs árum síldarævintýrisins með samstöðu síldarstúlkna í baráttu sinni um betri kjör. Síldarminjasafn Íslands veitti leyfi fyrir notkun viðtala sem safnið varðveitir og voru tekin af starfsmönnum safnsins. Viðmælendur eru síldarstúlkur sem unnu í síld, bæði á Siglufirði sem og Raufarhöfn, Seyðisfirði og annarsstaðar á Austfjörðum, og koma víðs vegar af landinu. Kenningaramminn sem notaður er í rannsókninni er byggður á hugtökum Pierres Bourdieu um um félags- og stéttarstöðu í samfélaginu. Síldarstúlkurnar sem um ræðir áttu það allar sameiginlegt að byrja sem börn í síldarvinnu samhliða mæðrum sínum. Þar sem kynslóð á eftir kynslóð varð virkur þátttakandi í ævintýrinu þar sem lífið snerist um síld og meiri síld.
    Niðurstöður greiningarinnar leiða í ljós að jafnréttis- og kjarabarátta síldarstúlkna hafði veigamikil áhrif á líf verkakvenna og á jafnréttis- og kjarabaráttu kvenna í heild sinni. Með síldinni öðluðust þær meðal annars fjárhagslegt sjálfstæði sem virðist vera lykilbreyta. Síldarstúlkurnar sem veittu viðtölin upplifðu á eigin skinni þær breytingar sem urðu í kjaramálum fyrir tilstilli verkakvennahreyfinga og seinna verkalýðshreyfinga.
    Lykilhugtök sem notast er við í rannsókninni eru eftirfarandi: Habitus, síldarstúlkur, síldarævintýrið, verkalýðsstétt, verkakvennahreyfing, janfréttis- og kjarabarátta.

Samþykkt: 
  • 31.10.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42953


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ba-lokaverkefni-HannaS.pdf1.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Afritun er óheimil án leyfis höfundar hverju sinni.