Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/42955
Viðfangsefni ritgerðarinnar er að gera grein fyrir nýjum og auknum heimildum til eftirlits og beitinga stjórnsýsluviðurlaga á sviði sjávarútvegs og siglinga. Tilgangur og markmið verkefnisins er að fara yfir og gera grein fyrir þeim heimildum með því að gera grein fyrir þeim málsmeðferðar og réttarheimildum sem liggja þeim til grundvallar. Hefst því ritgerðin á því að fjallað er um stjórnvöld og stjórnsýsluviðurlög í skilningi stjórnsýslulaga. Þá er farið yfir muninn á meðferð sakamáls og stjórnsýslumáls, með umfjöllun um rannsókn sakamála, önnur stjórnvöld við rannsókn sakamála ásamt aðgreiningu sakamálarannsóknar frá rannsókn eftirlitsstjórnvalda. Farið er yfir lög þeirra eftirlitsstjórnvalda sem fá þessar umræddu auknu eftirlits og viðurlagaheimildir, gert grein fyrir hlutverki þeirra og verkefnum ásamt því að þeim eftirlitsheimildum sem þau hafa fyrir lagabreytingar eru gerð skil. Fjallað er um samstarf umræddra eftirlitsstjórnvalda og tengsl eftirlitsheimilda þeirra. Farið er yfir grundvöll og ástæður fyrir þeim lagasetningum sem liggja að baki þeim ákvæðum laga sem heimila aukið rafrænt eftirlit, beitingu þvingunarúrræða í formi dagsekta og stjórnsýsluviðurlaga í formi stjórnvaldsekta. Í lokin er efni ritgerðarinnar svo dregið saman til þess að fá fram niðurstöður.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BjarkiSigthorsson_BS_lokaverk.pdf | 584.32 kB | Open | Complete Text | View/Open |
Note: Afritun er óheimil án leyfis höfundar hverju sinni.