is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42956

Titill: 
 • Um kynferðislega friðhelgi í skilningi 199. gr. a. almennra hegningarlaga.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Stafræn kynferðisleg áreitni er vaxandi alþjóðlegt vandamál og hefur umræðan farið vaxandi síðustu ár sem knúið hefur löggjafann til að bregðast við auknum þrýstingi samfélagsins. Í þessari rannsókn er
  fjallað um breytingarlög nr. 8/2021 sem samþykkt voru á Alþingi í febrúar 2021 um stafræna kynferðislega friðhelgi. Í rannsókn þessari verður hinum nýjum lögum gerð skil og er leitast við að svara
  rannsóknarspurningunni „Að hvaða leyti veitir 199. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 betri réttarvernd en þau ákvæði sem hún leysir af hólmi?“ Stiklað verður á stóru um aðdraganda lagabreytinganna og helstu hugtökum gerð skil, þá verða lagabreytingarnar kynntar og gerð grein fyrir þeim meginmarkmiðum sem lögunum er ætlað að ná. Til að skýra umfang vandamálsins og þá gagnrýni sem eldri lagaákvæði hafa sætt um heimfærslu stafrænna kynferðisbrota til refsiákvæða hegningarlaganna var framkvæmd dómarannsókn þar sem reifaðir voru allir dómar Landsréttar og
  Hæstaréttar sem féllu á árunum 2010 – 2021 og varða umfjöllunarefni rannsóknarinnar. Niðurstöður
  rannsóknarinnar benda til þess að öll lagaumgjörð starfræns kynferðisofbeldis sé orðin mun skýrari
  með tilkomu nýrra laga sem skilar sér í aukinni réttarvernd fyrir þolendur.

Samþykkt: 
 • 31.10.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/42956


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IngaHronnAsgeirsdottir_BS_Lokaverk.pdf515.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Afritun er óheimil án leyfis höfundar hverju sinni.