Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42957
Hvernig velja neytendur sér byggingavöruverslun til þess að stunda viðskipti við í dag?
Og hvernig geta byggingavöruverslanir haft áhrif á slíka ákvarðanatöku?
Tilgangur þessa lokaverkefnis er að rannsaka áhrifaþætti í vali neytenda á byggingavöruverslunum á Íslandi. Ástæðan fyrir valinu á þessu viðfangsefni er sú að áhrifaþættirnir hafa án vafa tekið breytingum í sögulegu samhengi, sé horft til almennrar þróunar á íslenskum markaði í formi fólksfjölgunar, aukins aðgengis að vörum (vefverslanir, auglýsingar o.s.frv.) og í kjölfarið þeirrar samkeppni sem myndast um þau verðmæti sem hægt er að sækja.
Aðilar á byggingavörumarkaði eru mun stærri en áður var og eru dæmi þess að erlend stórfyrirtæki hafa sýnt markaðnum áhuga og jafnvel sest að hérlendis sem er til marks um verðmætin sem hægt er að sækja í dag. En samhliða slíkri þróun hlýtur samkeppni að aukast – samningsstaða neytandans styrkist og hefur hann vald til að fara með sín viðskipti þangað sem honum hentar hverju sinni – fleiri en einn aðili á markaðnum hefur innviði og getu til að bjóða neytandanum upp á tiltekna vöru
og jafnvel á tilteknu verði. Hlutverk markaðsaðila í þessu samhengi er að uppfylla þarfir og væntingar neytandans með sem bestum hætti og ná viðskiptunum þannig til sín.
Við framkvæmd rannsóknarinnar var notast við megindlega rannsóknaraðferð þar sem lögð var spurningakönnun fyrir hóp neytenda og var þátttöku aflað í formi kostaðrar Facebook auglýsingar til að auka áreiðanleika í niðurstöðum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær
að helstu áhrifaþættir neytenda í vali á byggingavöruverslun, eru góð þjónusta, staðsetning, vöruúrval og verð. Helstu áhrifavaldur endurkomu og jafnframt skilgreining neytenda á góðri þjónustu felist aðallega í starfsfólki verslunarinnar þ.e. þjónustulund, aðgengi og þekking.
Af framangreindu leiðir rannsóknarspurningin – hverjir eru áhrifaþættirnir í vali neytenda á byggingavöruverslun á Íslandi?
Leitarorð: Smásala, byggingavörumarkaður, neytendahegðun, samkeppni
How do consumers choose a DIY store to do business with today? And how can DIY stores influence such decision-making?
The purpose of this research is to investigate influencing factors in consumers' choice of DIY stores in Iceland. The reason for choosing this subject is that the influencing factors have undoubtedly changed in the historical context, if we look at the general development of the Icelandic market in the form of population growth, increased access to products (online stores, advertising, etc.) and as a result the resulting competition about the values that can be retrieved.
The parties in the DIY market are much larger than before and are examples of large foreign companies showing interest in the market and even settling in the country, which is a sign of the
value that can be obtained today. But alongside such a development, competition must increase - the consumer's bargaining position is strengthened and he has the power to take his business where
he sees fit at any given time - more than one party in the market has the infrastructure and ability to offer the consumer a specific product and even at at a certain price. The marketer's role in this
context is to fulfill the needs and expectations of the consumer in the best possible way and thus win the business.
In conducting the research, a quantitative research method was used, where a questionnaire was given to a group of consumers and participation was obtained in the form of a sponsored
Facebook advertisement to increase the reliability of the results. The main results of the study were that the main influencing factors for consumers in choosing a hardware store are good service,
location, product selection and price. The main influencer of return and also the consumer's definition of good service lies mainly in the store's staff, i.e. customer service, accessibility and
knowledge. The research question follows from the above - what are the influencing factors in consumers' choice of a DIY store in Iceland?
Keywords: Retail, DIY market, consumer behavior, competition
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
JohannGylfiThorbjornsson_BS_lokaverk_S22.pdf | 1.07 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |