is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Náttúra og skógur > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42966

Titill: 
 • Samspil sauðfjárbeitar, umhverfisþátta, tegundasamsetningar og fjölbreytni mólendisplantna
 • Interaction between sheep grazing, environmental factors, composition and diversity of heathland plant species
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Vegna hlýnandi veðurfars, umsvifa mannsins og breyttrar landnotkunar eiga sér stað umtalsverðar breytingar í náttúrunni víða um heim. Útbreiðslumörk tegunda færast á hærri breiddargráður og hærra yfir sjávarmál. Nauðsynlegt er að umhverfið sé vaktað og reynt að
  greina umfang breytinga, orsakir og afleiðingar. Í þessari rannsókn var tegundasamsetning og tegundafjölbreytni mólendisplantna rannsökuð
  með tilliti til sauðfjarbeitar. Borin voru saman beitt og óbeitt svæði í úthaga milli 220 og 320 m hæðarlína í Eyjafirði. Óbeitta svæðið hefur verið friðað fyrir sauðfjárbeit í 43 ár og beitta svæðið hefur verið léttbeitt síðustu 2-3 áratugi. Þrjátíu línusnið, 5 m löng og tilviljunarkennt valin, voru rannsökuð á hvoru svæði og þversnið af þekju tegunda mæld. Jafnframt var hæð yfir sjávarmáli mæld. Einnig voru jarðvegssýni tekin á hverju sniði og efnaeiginleikar efstu 15
  sm jarðvegs undir grasrót rannsakaðir. Ekki greindist marktækur munur á heildarþekju, tegungdaauðgi, tegundajafnræði og tegundafjölbreytni mólendisplantna á milli friðaðs og beitts svæðis. Tegundasamsetning
  svæðanna bar vott um áhrif sauðfjárbeitar. Þekja 7 tegunda var marktækt frábrugðin milli svæðanna og má rekja hluta ástæðunnar til fæðuvals sauðfjár. Þekja smárunna var marktækt meiri á friðuðu en beittu svæði. Þekja plöntutegunda var marktækt breytilegri á beittu svæði.
  Ekki var munur á sýrustigi, C og N hlutföllum í jarðvegi milli svæðanna. Samkvæmt línulegu aðhvarfi var C/N hlutfall 13,8 á beittu svæði og 16,1 á friðuðu svæði. Marktæk jákvæð fylgni var milli tegundajafnræðis og C- og N- hlutfalla í jarðvegi á samanlögðum svæðum. Marktæk
  neikvæð fylgni var milli tegundafjölbreytni og C/N hlutfalls á hvoru svæði fyrir sig. Mikilvægt er að endurtaka rannsóknir sem þessa yfir áratugi til að fá skýrari mynd af framvindu breytinga og orsakasamhengi.

 • Útdráttur er á ensku

  Climate change and human activities including land-use are causing changes in nature around the globe. Species range limits are moving to higher latitudes and higher elevation. Monitoring environmental changes and analysing causes and consequences is essential. In this research impacts of sheep grazing on heathland plant diversity and composition was studied. Grazed and ungrazed areas between 220 and 320 m altitude in a mountainside in Eyjafjörður, N-Iceland, were compared. Grazing was excluded for 43 years in the ungrazed area and during the last 2-3 decades, grazing intensity has been light in the grazed area. Thirty
  sites in each area, randomly distributed 5 m long line intercepts, were studied and cross section of species cover measured. Altitude was measured. Soil samples were collected from each site and chemical properties of the uppermost 15 cm of topsoil studied. No significant differences were detected in species abundance, number, diversity and
  evenness between grazed and ungrazed areas. Differences in plant composition indicated impacts from sheep grazing. Abundance of 7 species was significantly different between areas, partly in accordance with forage preferances by sheep. Dwarf shrub abundance was also significantly higher in the ungrazed area. Species abundance dispersion was significantly higher in the grazed area. No differences in soil pH, C and N concentrations between areas were detected. According to
  linear regression, the C/N ratio was 13,8 in the grazed area and 16,1 in the ungrazed area. Species evenness correlated significantly and positively with soil C and N concentration in combined areas. Species diversity correlated significantly and negatively with soil C/N ratio
  in each area. Further research includes monitoring the changes and analysing the causal network.

Samþykkt: 
 • 3.11.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/42966


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samspil sauðfjárbeitar, umhverfisþátta, tegundasamsetningar og fjölbreytni mólendisplantna.pdf13.92 MBOpinnPDFSkoða/Opna