is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42970

Titill: 
 • Veruleiki Birtu : kennsluleiðbeiningar með unglingabókinni Sterk eftir Margréti Tryggvadóttur
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þetta lokaverkefni er unnið í tengslum við unglingabókina Sterk (2021) eftir Margréti Tryggvadóttur. Bókin fjallar um veruleika Birtu sem er bæði trans og samkynhneigð. Hún býr ein í Reykjavík og sér um sig alveg sjálf. Í gegnum bókina fáum við að fylgjast með Birtu þar sem hún tekst á við lífið sem trans og flækist inn í mál sem tengjast mansali og glæpum.
  Lokaverkefnið skiptist í tvo hluta þar sem fyrsti kafli fjallar um unglingabókina sjálfa. Næsti kafli fjallar um barna og unglingabækur með Sterk til hliðsjónar. Í kjölfari er fjallað um bókmenntakennslu á unglingastigi og hvernig bókmenntir birtast í Aðalnámskrá grunnskólana (2013) og einnig hvað er sagt um þær í bókinni Íslenska í grunnskólum og
  framhaldskólum (2018) sem er skrifuð út frá rannsókninni Íslenska sem námsgrein og kennslutunga (ÍNOK). Næst er fjallað um samþættingu námsgreina þar sem komið er inn á kosti þess að samþætta námsgreinar og hvað sagt er um samþættingu í aðalnámskrá grunnskólana (2013). Lokakaflinn í þessum hluta er um kyn, kynvitund og kynhneigð þar sem gert er grein fyrir þessum hugtökum með Sterk til hliðsjónar.
  Í seinni hlutanum, sem er aðalhluti lokaverkefnisins, eru kennsluleiðbeiningar með unglingabókinni Sterk. Farið er yfir það skref fyrir skref hvernig hægt er að nálgast bókina í kennslu. Ætlast er til að samþætting eigi sér stað í samfélagsgreinum og íslensku. Það eru verkefni við flesta kaflana og eru nemendur beðnir um að halda utan um verkefnamöppu sem þeir skila að loknum lestri bókar. Helsta markmiðið með kennsluleiðbeiningunum er að auðvelda kennurum yfirferð bókarinnar og dýpka skilning nemenda á hugtökunum kyn, kynvitund og kynhneigð. Markmiðið er einnig að fá nemendur til að skilja hvað það þýðir að sjá um sig sjálfur og kostnaðinn þar í kring.

Samþykkt: 
 • 11.11.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/42970


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Veruleiki Birtu.pdf528.89 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.PDF233.92 kBLokaðurYfirlýsingPDF