Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42976
Þessi greinargerð var skrifuð samhliða þróun á námsefni í annars stigs föllum fyrir 10. bekk. Námsefnið er lokaverkefni til B.Ed.-prófs. Hugmyndin var að gera aðgengilegra námsefni í annars stigs föllum fyrir grunnskólanemendur þar sem höfundur hafði slæma reynslu af því að kenna beint upp úr kennslubókinni Skali 3B. Greinargerðin fjallar um þróun námsefnisins og rannsakar um leið hvernig námsbækur ríkisins hafa kennt grunnskólanemendum annars stigs föll síðastliðin 40 ár. Einnig er stuttlega farið yfir umfjöllun núgildandi og fyrri aðalnámskráa grunnskóla um efnið. Rannsóknarspurning greinargerðarinnar er hvort annars stigs föll sé viðeigandi námsefni fyrir grunnskólanemendur. Kennslubækur ríkisins hafa ekki alltaf verið sammála því hvort eða hvernig eigi að kenna grunnskólanemendum annars stigs föll. Einnig fara bækurnar misdjúpt í efnið. Tvær elstu bækurnar fjölluðu töluvert minna um efnið heldur en tvær nýjustu bækurnar. Einnig kom í ljós við þróun námsefnisins að erfitt væri að gera ítarlegt og aðgengilegt námsefni í annars stigs föllum fyrir grunnskólanemendur. Höfundur greinargerðarinnar komst að þeirri niðurstöðu að viðfangsefni annars stigs falla liggi akkúrat á línunni sem skiptir viðfangsefnum stærðfræðinnar í grunnskóla- og menntaskólaefni. Niðurstaða höfundar var þá sú að efnið væri ekki viðeigandi í grunnskóla og mætti því bíða þangað til nemendur færu í framhaldsskóla.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Annars stigs föll fyrir 10. bekk-Greinargerð með lokaverkefni.pdf | 1,68 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
skemman_yfirlysing_lokaverkefni_IG.pdf | 226,04 kB | Lokaður | Yfirlýsing |