Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42977
Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Ritgerðin er fræðileg heimildaritgerð og þar sem litið verður til þess hver eru áhrif skilnaðar á börn og foreldra. Þá verður kannað hvaða úrræði eru í boði hér á landi fyrir foreldra sem eru að ganga í gegnum skilnað og hver helstu markmið þeirra úrræða eru. Eitt af markmiðum ritgerðarinnar er að sjá hvað er í boði fyrir skilnaðarforeldra hér á landi og hvort þau úrræði séu aðgengileg og hvernig þau geta haft áhrif á skilnaðinn. Ætla má að skilnaður sé erfiður og ekki síst þegar börn tilheyra fjölskyldunni. Getur skilnaðurinn þá verið erfiður andlega og líkamlega, bæði fyrir börn og foreldra. Stærsta úrræðið hér á landi virðist vera Samvinna eftir skilnað. Það hefur verið nýlega innleitt á Íslandi og samkvæmt rannsóknum hefur það reynst vel til þess að draga úr neikvæðum áhrifum skilnaðar á börn og foreldra. Markmið þessa úrræðis er að gefa foreldrum góð verkfæri til þess að hjálpa fjölskyldunni í gegnum skilnaðinn. Önnur úrræði hér á landi eru Samskiptastöðin og sáttameðferð. Markmið þeirra er að bæta samskipti og koma í veg fyrir ádeilur foreldra.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_ritgerð-Heiða_og_Þuríður.pdf | 763 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
BA_Skemman_yfirlysing_Heida_og_Þuriður.pdf | 147.53 kB | Lokaður | Yfirlýsing |