Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42979
Greinargerð þessi er hluti af lokaverkefni mínu til B.Ed prófs í leikskólakennarafræðum af menntavísindasviði Háskóla Íslands. Lokaverkefnið skiptist í tvo hluta, greinargerð annars vegar og myndabókin, Ég og tilfinningar mínar, hinsvegar. Í þessari greinargerð eru færð rök fyrir því hvers vegna bókin var skrifuð, hvaða flokk barnabóka hún tilheyrir bókin og hvernig hún hentar til kennslu ungra barna. Fjallað er um einkenni bókarinnar, kennslufræðilegt gildi hennar og námsviðmið. Kennsluaðferðin samræðulestur er skilgreind og tengd við gerð myndabókarinnar. Af hverju samræðulestur er mikilvæg kennsluaðferð og afhverju það er mikilvægt að börn öðlist tilfinningalæsi á sjálf sig og aðra. Markmið myndabókarinnar, Ég og tilfinningar mínar, er að nemendur læri að þekkja sínar tilfinningar og annarra. Einnig að þau læri að tengja saman myndir og orð og eigi góðar stundir með fullorðnum. Mikið er lagt upp úr því að fullorðnir lesi bókina fyrir börn og spyrji spurninganna sem fylgja með á hverri opnu. Mikilvægt er að börnin sjái myndirnar í bókinni allan tímann á meðan lesið er og geti tengt saman texta bókarinnar og myndir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
0129_001.pdf | 50,23 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Ég og tilfinningar mínar.pdf | 428,67 kB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna | |
Lokaverkefni 2022- Júlía Káradóttir .pdf | 783,91 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |