Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42980
Markmið þessa B.Ed. verkefnis er að skoða upplifanir snyrtifræðinga af vinnustaðanámi þeirra. Höfundur er sjálfur menntaður meistari í snyrtifræði og því kviknaði sú hugmynd að rýna í lýsingu útskrifaðra snyrtifræðinga á upplifun þeirra af vinnustaðanámshluta náms í snyrtifræði frá árunum 2010-2019, út frá fræðum, reglugerðum, lögum og námskrá.
Fyrri hluti verkefnisins er fræðileg umfjöllun en seinni hlutinn er upplýsingar um eigindlega rannsókn. Í fræðilega hluta verkefnisins er stiklað á stóru; fjallað er um sögu snyrtifræði og námskrá snyrtibrautar, verk- og starfsmenntakerfið á Íslandi, og svo fræðileg skrif. Í eigindlega hluta verkefnisins verða skoðaðar upplifanir þriggja snyrtifræðinga af vinnustaðanámi þeirra, rætt um þær út frá fræðunum og gefið álit.
Niðurstöður eigindlegu rannsóknarinnar leiddu í ljós að upplifanir af vinnustaðanámi eru misjafnar. Fara þær mikið eftir því hvernig vinnustaðurinn tengist við nemann þ.e. vinnustaðamenningin, námstækifæri og aðstæður. Hefur vinnustaðamenningin mjög mikið að segja, þar sem menningin getur sagt til um gæði vinnustaðanámsins og hvernig nemandinn
sér sig innan þess ramma.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
LVG602L - Vinnustaðamenning, námstækifæri og sveinspróf.pdf | 506.07 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_lokaverkefni.pdf | 39.82 kB | Lokaður | Yfirlýsing |