Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42982
Í þessari lokaritgerð verður fjallað um tómstundaiðkun í seinni tíð, hinar ýmsu öldrunarkenningar, hindranir sem verða í vegi fyrir fólki í ellinni og hjúkrunarheimili á Íslandi. Meginmarkmið verkefnisins er að varpa ljósi á mikilvægi tómstundaþátttöku á efri árum og þær hindranir sem gætu komið til með að verða í vegi fyrir fólki. Fjallað er um Eden
hugmyndafræðina og hvernig hún tengist inn í starfsemi hjúkrunarheimila á Íslandi sem og aðrar öldrunarkenningar og hugtök.
Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar er von á gríðarlegri fjölgun fólks yfir 65 ára næstu árin og ef spáin gengur eftir verða eldri borgarar um 20% af þjóðinni árið 2035. Þetta þýðir að fjölgun fólks yfir 80 ára verður mikil og mikil þörf verður á hjúkrunarýmum.
Halda þarf vel utan um þennan hóp og kemur tómstundaiðkun á efri árum sér til gagns á margvíslegan hátt, hún skilar sér í aukinni vellíðan, ýtir undir sjálfræði og eykur lífsgæði einstaklingsins. Aldur er oftast talin í árum en þó er ekki svo augljóst að greina hver teljist til hóps aldraðra úti í samfélaginu. Öldrun er margskonar en hún telst meðal annars sem líffræðilegt ferli sem felur í sér hinar ýmsu breytingar á mannslíkamanum, einnig er hægt að fjalla um öldrun út frá félagslegri stöðu en staða aldraðra í samfélögum er mismunandi.
Í ellinni myndast mikill frítími og er því mikilvægt að rækta þau áhugamál sem til staðar eru, prófa nýja hluti, rækta líkama og sál með hinum ýmsu tómstundum og vera í stakk búin að takast á við þær hindranir sem í vegi geta orðið.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Farsæl öldrun- María Egilsdóttir.pdf | 913,24 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing skemman- María Egilsdóttir.pdf | 266,63 kB | Lokaður | Yfirlýsing |