is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42984

Titill: 
  • Afleiðingar snemmbærrar sérhæfingar barna og unglinga í íþróttum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Snemmbær sérhæfing barna og unglinga hefur aukist verulega á síðustu árum. Því fylgir mikið af æfingum sem og hnitmiðaðri og sérhæfðri afreksþjálfun fyrir eina tiltekna íþrótt. Rannsóknir hafa varpað ljósi á þau neikvæðu áhrif sem mikið og strangt æfingaálag hjá ungmennum getur haft í för með sér, bæði á líkamlega og andlega heilsu þeirra. Í þessari ritgerð er farið yfir mikilvægi hreyfingar barna og ávinning þess, ásamt þeirri viðhorfs- og samfélagsbreytingu sem orðið hefur á síðstu áratugum. Snemmbær sérhæfing er aðal rannsóknarefni ritgerðarinnar og er farið yfir skilgreiningu hennar, áhættuþættina og þær afleiðingar sem fylgja snemmbæri sérhæfingu barna og unglinga. Skoðaðar eru ýmsar rannsóknir um álags- og bráðameiðsli þar sem mikil sérhæfing á sér stað. Einnig verður meiðslatíðni milli þeirra sem eru í mikilli sérhæfingu borin saman við þá sem æfa fjölbreytt eða margar íþróttir í einu, ásamt því að fjalla um langlífi og brottfall í íþróttum. Niðurstöðurnar sýna fram á að þeir sem byrja ungir að sérhæfa sig í einni ákveðinni íþrótt eru ekki líklegri til þess að verða fyrir meiðslum, kulnun eða brottfalli úr íþróttinni. Þó er hægt að finna dæmi um tengsl milli álagsmeiðsla og mikils álags á ungum aldri. Þessar niðurstöður geta opnað augu foreldra og þjálfara um áhrif snemmbærar sérhæfingar og hver langtímaávinningurinn hennar er í raun.

Samþykkt: 
  • 11.11.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42984


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-RagnarMagniSigurjonsson.pdf306.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_skemma_Ragnar.pdf940.66 kBLokaðurYfirlýsingPDF