is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42986

Titill: 
  • Hinsegin félagsmiðstöðvastarf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin er fræðileg heimildaritgerð. Tilgangur ritgerðarinnar er að vekja athygli á þörfinni fyrir sértæku hinsegin félagsmiðstöðvastarfi sem stuðlar að öruggu rými fyrir hinsegin ungmenni. Fjallað er um starf Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar, sem Reykjavíkurborg rekur í samvinnu við Samtökin 78, ásamt stöðu hinsegin ungmenna, fordóma á Íslandi, fagmennsku og gildi félgsmiðstöðvastarfs. Einnig er að finna útskýringar á hugtökum sem koma fram í umfjölluninni. Stuðst er við hindrana módel Crawfords og kenningar um gagnkynhneigðarhyggju og öruggt rými. Mikil eftirspurn er eftir hinsegin félagsstarfi og hefur mæting í Hinsegin félagsmiðstöðina stóraukist enda er hún besta úrræðið í boði hér á landi fyrir hinsegin ungmenni í leit að öruggu rými. Það myndi efla fagmennsku og þjónustu ef hún væri betur fjármögnuð og fengi stöðugri rekstrargrundvöll. Nauðsynlegt er að styðja við þróun á sértæku hinsegin hópastarfi inni í almennum félagsmiðstöðvum og fræðsluátökum til að gera þær að öruggu rými fyrir hinsegin einstaklinga.

Samþykkt: 
  • 11.11.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42986


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni Söndru pdf.pdf428.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman yfirlysing lokaverkefni útfyllt.pdf34.82 kBLokaðurYfirlýsingPDF