is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42991

Titill: 
  • Hvað varð um fætur hvalsins? : forhugmyndir barna um þróun og náttúrulegt val
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Áður en formleg skólaganga hefst eru nemendur komnir með ýmsar hugmyndir um það hvernig heimurinn virkar. Nemendur sækja sér þessar hugmyndir hvaðan af úr hversdagslífi en þessar hugmyndir köllum við forhugmyndir. Forhugmyndir sem nemendur hafa myndað sér fyrir formlegt nám eru þó oft á skjön við vísindalegar staðreyndir. Rannsóknir hafa sýnt að hugmyndir nemenda um þróunarfræði byggi að miklu leiti á því að umhverfið hafi bein áhrif á eiginleika hverrar lífveru og að þróun eigi sér stað í einstaklingum. Því má ætla að fjöldi nemenda byggi nám sitt á þessum hugmyndum og ef kennarar eru ekki upplýstir um slíkar forhugmyndir nemenda sinna er ólíklegt að kennslan skili tilætluðum árangri. Í þessari rannsókn voru forhugmyndir nemenda í 7. og 10. bekk í tveimur grunnskólum á Íslandi kannaðar með spurningakönnun. Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi fimm þekktra ranghugmynda um þróun lífs hjá þessum aldurshópum sem jafnframt hafa verið kannaðar í fyrri rannsóknum. Í ljós kom að nemendur í 10. bekk voru nánast jafn líklegir til að búa yfir sömu forhugmyndum og nemendur í 7. bekk en aðeins mátti sjá marktækan mun milli drengja og stúlkna í báðum aldurshópum sem tengdist einni forhugmynd. Miðaða við þessar niðurstöður virðist kennsla í þróunarfræði ekki vera að skila því sem skildi á unglingastigi þar sem forhugmyndir nemenda sem tóku þátt í rannsókninni um þróun lífs voru að miklu leiti rangar. Rannsóknir hafa sýnt að bæði þekkingarleysi kennara og tíminn sem áætlaður er í náttúrufræðigreinar komi niður á gæðum kennslunnar og þar með á þekkingu nemenda. Til að bæta úr þessu er mikilvægt að fræðsluefni ætlað kennurum sé aðgengilegra til að þeir geti eflt þekkingu sína á þessu sviði. Jafnframt verða þeir að kynna sér forhugmyndir nemenda sinna áður en kennsla hefst. Þannig er hægt að byggja kennsluna á fyrri þekkingu nemenda sem hefur sýnt að auðveldi þeim að leiðrétta forhugmyndir.

Samþykkt: 
  • 11.11.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42991


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvað varð um fætur hvalsins-pdf.pdf766.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing lokaverkefnis útfyllt.pdf177.92 kBLokaðurYfirlýsingPDF