is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42999

Titill: 
 • Reynsla kvenna með fíknivanda af námskeiðinu Núvitund sem bakslagsvörn
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Rannsóknir sýna að bakslag hjá einstaklingum með fíknivanda er algengt og mikilvægt að skoða leiðir til að draga úr því. Hátt hlutfall þeirra sem glíma við fíknivanda er einnig með undirliggjandi geðröskun og hafa rannsóknir sýnt að núvitundarmeðferð gagnast þeim hópi.
  Tilgangur rannsóknar: Að skoða reynslu kvenna með fíknivanda af núvitundarnámskeiðinu „Núvitund sem bakslagsvörn“, eða MPRP (e.Mindfulness based relapse prevention) sem er sniðin að einstaklingum með fíknivanda og skoða hvort gagnist sem bakslagsvörn eða við einkennum geðraskana.
  Aðferð: Farið var eftir Vancouver-skólanum í fyrirbærafræði, unnið eftir tólf skrefum hans í rannsóknarferlinu. Tekin voru viðtöl við sex konur sem luku námskeiði í MBRP, alls ellefu viðtöl.
  Niðurstöður: Yfirþemað, „Ég einhvern veginn meðtók bara svo margt og mér fannst þetta ná svo langt út” lýsir reynslu eins þátttakanda og var lýsandi fyrir heildarupplifun kvennanna. Greind voru fjögur undirþemu: Geðrænn vandi og streita, vakandi athygli - að vakna til sjálfs sín, samkennd og kynjaskipting og reynsla af ástundun. Konurnar yfirfærðu það sem þær tileinkuðu sér á námskeiðinu á þætti daglegs lífs, eins og álag, streitu, kvíða og krefjandi aðstæður sem gátu tengst bakslagi hjá þeim. Þær urðu meðvitaðri um sjálfar sig og eigin líðan og fannst námskeiðið góð viðbót við AA-fundi sem þær stunduðu allar. Þær upplifðu það mjög jákvætt að það væru bara konur á námskeiði, fannst umhverfið styðjandi og hefðu allar viljað einhversskonar framhald eftir að námskeiði lauk. Þeim fannst erfitt að halda formlegu hugleiðslunni við eftir að námskeiði sleppti, en flestar notuðu líkamsskönnun og óformlega hugleiðslu.
  Ályktanir: Niðurstöður sýna að ákjósanlegt er að hafa heildræna og kynjaskipta meðferð í boði fyrir konur með fíknivanda til að koma í veg fyrir bakslag. Núvitundarmeðferðin hentaði öllum konunum vel sem að auki voru allar utan ein að glíma við geðvanda auk fíknivanda. Fjölbreyttar meðferðarleiðir ættu einnig að vera í boði þar sem konur ættu að hafa val um hverskonar meðferð og stuðning þær kjósa.

 • Background: Research show that relapse in substanse use disorder is very common and it's important to look at ways to reduce it. High proportion of people struggling with substance use disorder are also dealing with cocurring mental disorder and studies show that mindfulness therapies are beneficial for this group. Purpose: To examine women's experiences of the course; mindfulness based relapse prevention, (MBRP) which is adapted to inividuals with substanse use disorder. Method: The research methology was the Vancouver-school of doing phenomenology, based on its twelve steps in the research process. Six woman were interviewed who finished the MBRP course, a total of eleven interviews. Results: The main theme: “I somehow took in so many things and the effects were so widespread” is one of the womens expression and is decriptive of the overall experience of the participants. Four themes were identified: Mental disorder and stress, open awarenes, shared experience and gender division and experience of practicing mindfulness. The women were able to transfer what they learned on everyday life such as strain and stress, anxiety and challenging situatioins which could encourage relapse. They became more aware of themselves and felt that the MBRP was good addition to AA-meetings which the all attended regularly. They experienced the gender division very positively, felt the environment was supportive og all wished that it would have been some sort of continuation with the group. The women found it difficult to continue with the formal meditation after the course, but most used bodyscann and informal meditation. Conclusions: It is highly desirable that there is an holistic and gendered approach when treatment for women with addiction is provided to prevent relapse. The x MBRP-treatment was beneficial for all the women and they were all but one dealing with cocurring mental disorder. A variety of treatments should also be available, so the women can choose the treatment they prefer. Keywords: Mindfulness, mindfuless based relapse prevention, mindfulness in therapy, substanse use disorder, relapse, phenomenology

Athugasemdir: 
 • Lokað til 01.09.2023
Samþykkt: 
 • 14.11.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/42999


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjalritgerðokt2022.pdf2.42 MBLokaður til...01.09.2023PDF